Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 13
gnæfandi lútargefandi fæðu. Oft á tíðum gera tiltölulega litlar
ráðstafanir haft úrslitaþýðingu fyrir efnafræðilegt jafnvægi í
líkamanum.
3. Eftir mjög mikla neyslu lútargæfrar fæðu (hrámetis eða að
minnsta kosti grænmetis), þá ætíi þvagið að verða basiskt. Er
þetta ekki eðlilegt?
Lindahl. Við neyslu lútargæfrar fæðu, án tillits til þess hvort
hún er hrá eða soðin, hefur þvagið tilhneigingu til að verða bas-
iskara. Vegna þess að margt fólk hefur ofgnótt sýru í líkam-
anum getur þessi breyting á sýrustigi þvagsins verið mjög hæg-
fara í byrjun, það getur jafnvel tekið mánuði eða allt upp í
hálft ár. Það er ekki fyrr en við mjög mikla neyslu á mjög lútar-
gæfri fæðu sem þvagið veiður basiskt.
4. Einfaldasta leiðin til þess að kanna sýru-basa-jafnvægið í lík-
amanum er að mæla morgunþvagið með lakkmuspappír. Þvagið
er talið endurspegla efnaskipti líkamans. Ef lakkmuspappírinn
verður rauður þá eru efnaskiptin talin súr — er þetta eðlilegt?
Er sýrustig þvagsins kannski brytilegt á ýmsum tímum sólar-
hringsins?
Lindahl: Hugtakið eðlilegt má skilgreina á ýmsa vegu. Venju-
lega táknar eðlilegt það sem er algengast hjá meirihlutanum.
Það tíðkast til dæmis að búa til töflur yfir eðlilega hæð og
þyngd sem styðjast við það ástand sem ríkir meðal allra íbúanna.
Þar er miðað við að 90% íbúanna hafi eðlilega hæð og þyngd,
en 5% fyrir ofan og 5% fyrir neðan óeðlilega. Þess ber þó að
geta, að íbúar Vesturlanda munu almennt séð taldir of feitir og
að meðalþyngd í þessum löndum beri að teljast heilsuspillandi
og það sem þar sé talið eðlilegt í þessum efnum sé í rauninni
óeðlilegt.
Önnur skilgreining á hugtakinu eðlilegt er sú, að það sem
talið er best og heilsusamlegast sé eðlilegt. Þessi hugtök er þó
mjög erfitt að skilgreina vegna þess hve skiptar skoðanir manna
eru á hollustu og heilbrigði.
HEIX,SUVERND
133