Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 14
Hvað varðar sýrustig morgunþvagsins er óhætt að slá því
íöstu að hjá flestum Vesturlandabúum sé það súrt. Hvort það
cr heilbrigt er erfitt að segja til um. í því sambandi verður að
meta hversu súrt það er. Það liggja ekki fyrir neinar öruggar
tölfræðilegar upplýsingar um það hvort ákveðið sýrustig í sólar-
hringsþvagi sé líklegra til að gefa lengra og heilsusamlegra líf
en annað. Samt sem áður bendir margt til þess að mjög súrt
þvag sé neikvætt og að hlutlaust eða lítið súrt þvag sé betra
þegar til lengdar lætur. Það ber að taka tillit til þvagsins allan
sólarhringinn, því að sýrustig þvagsins er mjög breytilegt á
mismunandi tímum sólarhringsins.
5. Bendir basiskt þvag til þess að viðkomandi sé haldin einhverj-
um sjúkdómi — ef svo þá hverjum?
Lindahl: Basiskt sólarhringsþvag er mjög sjaldgæft og er
nánast eingöngu hjá jurtaneytendum sem jafnvel forðast að
borða brauð. Það eru ekki þekktir neinir sjúkdómar sem ein-
kennast af basisku þvagi, því er ekki hægt að fullyrða að slíkt
ástand bendi til sjúkdóms. Aftur á móti er vitað að fólk sem
þjáist af ýmsum sjúkdómum svo sem hjartveiki, nýrnasjúk-
dómum, lifrarsjúkdómum og gigtsjúkdómum hafa súrara þvag
en meðaltalið. Menn eru aftur á móti ekki sammála um það hvort
sjúkdómar valdi súrara þvagi, eða hvort súrt þvag eigi einhvern
þátt í orsök sjúkdómanna. En hvað sem því líður er ljóst að það
er samband á milli margra sjúkdóma og aukinnar sýru í þvagi.
Samfara mörgum bráðum vírus- eða bakteríusjúkdómum, hita-
sótt, og eftir uppskurði kemur fyrir að sýru-basa-jafnvægið í
líkamanum raskast mjög mikið, sem oft leiðir til að þvagið
verður basiskt. Þetta gerist til dæmis eftir magauppskurði en
meðan á aðgerðinni stendur er magasafinn fjarlægður. Ef um
mikið tap á saltsýru er að ræða getur orðið ofgnótt af basiskum
efnum í líkamanum. í slíkum tilfellum er hægt að segja að bas-
iskt þvag sé vísbending um sjúklegt ástand. Þetta er þó mjög
sjaldgæft og sjaldan langvarandi ástand sem gerist nær ein-
göngu á sjúkrahúsum.
134
HEILSUVERND