Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 6
viöurkenndar og leitað eftir sáttum á drongilegan hátt. Slík var
mín reynsla af þessum traus'.a og góða srmstarfsmanni sem mér
v~'’ gefið að eiga að vini og hafa ná'n samskipti við í 21 ár.“
Ársæll Jónsson læknir segir m.a. í sama blaði: ,.Hne:gð til
líknar og læknisstarfa gat Björn erft úr báðum ættum, en föður-
bróðir hans var Páll Kolka læknir og móðurbróðir Guðmundur
Björnsson landlæknir.
Á menntaskólaárum dvaldi Björn hjá móðurbróður sínum og
mun hugur hans hafa hneigst að læknanámi. En frændi hans
benti honum á erfiðar atvinnuhorfur lækna vegna offjölgunar
í stéttinni, en á þessum tíma var efnahagsleg afkoma sumra
lækna erfið og samkeppni hörð. Að ráði Guðmundar landlæknis
valdi hann sér náttúruvísindi og stundaði nám í 4 ár við hinn
virta Sorbonne-háskóla í París. Sóttist honum námið vel og lauk
hann prófi vorið 1930. Björn var mikill málamaður og náði góðu
valdi á franskri tungu. Efnahagurinn var þröngur á Parísarár-
unum og leiddi til þess að hann nærðist nær eingöngu á græn-
meti þann tíma. Þessi reynsla hans mun hafa stuðlað að því að
hann varð móttækilegri fyrir kenningar náttúrulækningamanna.
Jónas Kristjánsson læknir var í vinfengi við foreldra Björns og
eitt sinn gistu þau Björn og frú Halldóra hjá honum norður á
Sauðárkróki. Sú heimsókn markaði spor í lífi Björns. Áhugi hans
á kenningum náttúrulækningamanna var vakin og gerðist hann
fljótlega ötull og afkastamikill liðsmaður þeirrar stefnu.
Höfuðþættirnir í baráttu náttúrulækningamanna á þessum
fyrstu árum voru árásir gegn hvítahveiti og sykri í fæðu lands-
manna. Spunnust af þessu blaðaskrif og deildu sumir læknar
hart á þessa stefnu. Á þeim tíma var það ríkjandi skoðun meðal
meltingarsérfræðinga í læknastétt að sykur væri fullkomin fæða
en grófmeti ertandi fyrir veikluð meltingarfæri. í dag eru skoð-
anir náttúrulækningamanna á þessu efni óumdeildar.
Á árunum 1930-1939 var Björn í fullu starfi á Veðurstofu ís-
lands. Upp úr 1940 fórnaði hann æ meiri tíma fyrir náttúru-
lækningastefnuna. Vegna þeirra starfa leitaði margt fólk til hans
af heilbrigðisástæðum og fannst honum hann vera að verða hálf-
gerður skottulæknir. Það var andstætt þeim kröfum, sem hann
126
HEILSUVERND