19. júní


19. júní - 19.06.2018, Side 4

19. júní - 19.06.2018, Side 4
2 | 19. júní 2018 24. nóvember 2017 verður minnst sem eins af merkustu dögum kvenna- baráttunnar á Íslandi. Þann dag birtust fyrstu #MeToo-sögurnar, þær voru frá konum í stjórnmálum. Síðan þá hafa hóparnir komið fram einn af öðrum og birt kröfur og frásagnir kvenna af ofbeldi. Samfélagið verður aldrei eins eftir þessa afhjúpun kúgunar og þöggunar. Yfirlýsingar allra #MeToo-hópa sem stigu fram eru birtar hér í blaðinu. Í þeim eru settar fram kröfur um að við sem samfélag tökum meiri ábyrgð í baráttunni gegn kynferðisofbeldi, hvort sem það er hið opinbera, vinnustaðir, stéttarfélög, fagfélög eða almenningur. Þúsundir kvenna hafa lagt nafn sitt við þessar yfirlýsingar. Það er ekki einfalt eða auðvelt fyrir allar þessar konur að skrifa undir kröfurnar, að taka þátt í aðgerðinni. Sumar stofna frama sínum í hættu, aðrar öryggi barna sinna og það er okkar allra að tryggja að ákallið fái hljómgrunn. Að undirskrift hverrar og einnar verði til þess að samfélagið breytist og þróist í átt frá kynferðislegu ofbeldi. Af #MeToo-sögunum höfum við lært enn betur að konur á Íslandi verða fyrir ofbeldi þegar þær eru börn, ungl- ingar og fullorðnar. Þegar þær eru í vinnu, heima hjá sér, í heimsókn hjá frændfólki, úti að labba eða í partýi með vinum. Á landi, í lofti eða á sjó. Nei, snúum þessu við. Ofbeldismenn á Íslandi beita ofbeldi hvar sem er, hvenær sem er, óháð aldri brotaþola, stöðu eða stétt. Í #MeToo-sögunum má greina ýmis mynstur í þeim aðferðum og tækni sem ofbeldismenn nota. Til að mynda hvernig þeir króa konur af, brjóta maka sína niður, sniðganga hugmyndir samstarfskvenna á fundum, hóta konum, misnota dætur sínar eða áreita samstarfskonur. Þó að þeir hafi aldrei hist, jafnvel ekki verið uppi á sama tíma, þá nota þeir gjarnan sömu orð. Það hefur aldrei verið ljósara hversu mikilvægt er að breyta námskrám allra skólastiga og leggja áherslu á að kenna öllum kynjum að virða mörk. Við þurfum að kenna mikilvægi samþykkis, að það sé nauðsynlegt að spyrja og virða svör hinnar manneskjunnar, við þurfum Fríða Rós Valdimarsdóttir Frá formanni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.