19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 7

19. júní - 19.06.2018, Page 7
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 5 Íslendingar hafa tekið þátt í Söngva keppni evrópskra sjónvarps- stöðva, Eurovision, frá árinu 1986. Á þessum 32 árum hafa lög þjóðarinnar verið valin með ýmsum hætti. Langoftast hefur verið blásið til keppni eða alls 27 sinnum. Upphaflega kallaðist þessi for- keppni Söngvakeppni sjónvarpsins en árið 2013 var ákveðið að stytta nafnið og heitir hún nú einfaldlega Söngva- keppn in. Þegar keppnin hefur verið haldin hefur RÚV í langflestum tilfellum auglýst eftir lögum í keppnina og er þá hverjum sem er heimilt að senda inn lag. Alla jafna berast á bilinu 100–350 lög fyrir hverja keppni og skipta innsend lög því orðið þúsundum. Í þeim tilfellum þegar keppni hefur ekki verið haldin hefur RÚV hins vegar leitað beint til tón listarfólks, ýmist fyrst til höfunda eða flytjenda, um að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. Þrátt fyrir að flytjendur laganna í Söngvakeppninni fái mesta athygli eru það í raun höfundarnir sem keppa. Þeir bera ábyrgð á framsetningu laga sinna og sjá um að velja flytjendur, búninga- hönnuði og annað sem þarf til að lagið njóti sín sem best á sviðinu. Þar sem um lagakeppni er að ræða eru það því lagahöfundarnir sem fá verðlaunin að lokum. Hér verður sjónum því beint að þeim en hvorki fjallað um flytjendur né textahöfunda. Þar sem upplýsingar um hlutfall kven- og karlhöfunda innsendra laga liggja ekki fyrir verður eingöngu fjallað um þau lög sem komust í Söngvakeppnina sjálfa eða voru valin til þátttöku í Eurovision fyrir Íslands hönd. Tölurnar Í gegnum tíðina hafa karlmenn verið í miklum meirihluta þeirra sem semja útgefna popptónlist og er Söngvakeppnin og þátttaka í Eurovision þar engin undantekning. Frá upphafsárinu 1986 hafa 315 lög keppt í Söngvakeppninni eða verið valin til þátttöku í Eurovision. Af þessum 315 lögum eru 37 eingöngu eftir konur eða rétt um 12%. Auk þess hafa höfundar af báðum kynjum samið 28 lög til viðbótar. Það eru því 65 lög af 315, eða um 21% laga, sem konur hafa samið, einar eða í félagi við karla. Höfundar þeirra 315 laga sem hafa tekið þátt eru alls 412. Þar af eru 77 konur eða rúmlega 18,5%. Þróunin Á fyrstu árum keppninnar voru konur í algjörum minnihluta laga höf unda. Ein kona, Ragnhildur Gísla dóttir, var með- höfundur lags árið 1986 en það var svo ekki fyrr en árið 1990 að kona sást aftur í laga höfunda hópn um. Þá flutti Bergþóra Árnadóttir eigið lag og texta. Engin kona var meðal höfunda í keppninni 1991 en Herdís Hallvarðsdóttir átti lag og texta í keppninni 1992. Árið 1993 tóku í fyrsta skipti tveir kvenhöfundar þátt í sömu keppni. Ingunn Gylfadóttir átti þá tvö lög sem hún samdi í félagi við Tómas Hermannsson auk þess sem Katla María Hausmann flutti eigið lag. Árið 1994 flutti Anna Mjöll Ólafsdóttir eigið lag í þriggja laga keppni og tveimur árum síðar, árið 1996, var svo lag hennar og föður hennar, Ólafs Gauks, valið úr innsendum lögum til keppni í Eurovision og var það í fyrsta skipti sem kvenhöfundur keppti fyrir Íslands hönd. Á árunum 1997–2007 voru konur lítt áberandi í keppninni og það var til dæmis ekki fyrr en árið 2006 sem kona átti aftur bæði lag og texta en þá tók Bryndís Sunna Valdimarsdóttir þátt með laginu „Hjartaþrá“. Nokkur breyting varð á þegar Laugardagslögin voru kynnt til sögunnar haustið 2007. Keppnin stóð yfir allan veturinn og voru níu lagahöfundar handvaldir til þátttöku, þar af fjórar konur, þær Hafdís Huld Þrastardóttir, Svala Björgvinsdóttir,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.