19. júní - 19.06.2018, Page 8
6 | 19. júní 2018
Margrét Kristín Sigurðardóttir og
Andrea Gylfadóttir. Auk þess var hverj-
um sem var frjálst að senda inn lag og
voru sex þeirra að lokum valin til þátt-
töku í keppninni en aðeins eitt af þeim
var eftir konu. Það árið voru konur því
þriðj ungur lagahöfunda í keppninni eða
33%.
Breyting eftir 2008
Eftir Laugardagslögin, þar sem
kvenlagahöfundar voru hlutfallslega
mun fleiri en áður, vaknaði von um
að þeim myndi fjölga á næstu árum.
Það gekk þó ekki eftir því allt fram til
ársins 2015 tóku á bilinu einn til þrír
kvenhöfundar þátt í keppninni ár hvert
og framþróunin því hæg. Undantekning
frá þeirri reglu var þó árið 2012. Þá
kepptu fjórar konur með þrjú lög. Þar
af átti Greta Salóme Stefánsdóttir lag
og texta tveggja laga en annað þeirra,
„Mundu eftir mér“, vann það árið og var
það í fyrsta skipti sem lag sem eingöngu
var samið af konu varð framlag
Íslendinga í Eurovision. Árið 2014 var
reyndar í fyrsta sinn kveðið á um það
í reglum Söngvakeppninnar að halda
ætti jöfnu kynjahlutfalli lagahöfunda
en ákvæðið þótti óheppilega orðað og
ollu breytingarnar nokkrum deilum.
Á endanum var fallið frá því að jafna
kynjahlutfallið algjörlega og ákveðið að
leitast frekar við að rétta hlut kvenna
eftir óformlegum leiðum. Það tókst þó
ekki sem skyldi því aðeins þrjár konur
tóku þátt í keppninni 2014.
Árið 2016 varð hins vegar
gjörbreyting. Það ár voru átta af laga-
höfundum keppninnar konur og sömdu
þær sjö lög af tólf, ýmist einar eða í
samvinnu við aðra höfunda. Var það
í fyrsta skipti sem meirihluti laganna
var saminn af konum. Greta Salóme
Stefánsdóttir sigraði keppnina með
laginu „Hear them calling“ og sendi
Ísland því í annað sinn í sögunni lag
eingöngu eftir konu í Eurovision. Hlutfall
kynjanna hélst áfram jafnt árið 2017.
Meðal lagahöfunda voru níu konur og
sömdu þær sjö lög af tólf, annaðhvort
einar eða í teymi, og komu konur því
aftur að meirihluta laga keppninnar.
Sigurlagið „Paper“ var samið af fjórum
höfundum, þar af tveimur konum,
þeim Svölu Björgvinsdóttur og Lily
Elise. Sé litið til ársins í ár dalaði hlutfall
kvenlagahöfunda nokkuð miðað við
Fjöldi lagahöfunda í Söngvakeppninni
Skipting milli tímabila fer eftir fyrirkomulagi keppninnar hverju sinni.