19. júní - 19.06.2018, Page 9
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 7
árin á undan. 28 lagahöfundar tóku þátt
með 12 lög. Þar af voru níu konur, eða
rétt ríflega 32%, og sömdu þær sex lög
en einungis tvö þeirra voru eingöngu
eftir konur. Sigurvegarinn Þórunn Erna
Clausen átti annað af þessum tveimur
lögum og er hún því önnur konan í
Eurovisionsögu Íslands til að keppa með
lag sem eingöngu er samið af konu.
Allt í allt hafa sex kvenhöfundar
keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision. Auk
þeirra Gretu, Þórunnar, Svölu og Önnu
Mjallar hafa Selma Björnsdóttir og Hera
Björk Þórhallsdóttir verið meðhöfundar
laganna sem þær fluttu í Eurovision árin
1999 og 2010.
Hvað svo?
Ísland þykir oft standa framarlega
í jafnréttismálum og mælist jafnrétti
kynjanna til að mynda meira hér en víða
annars staðar í heiminum. Þrátt fyrir
það er greinilegt að konur bera skarðan
hlut frá borði í Söngvakeppninni,
hvort sem ástæðan er sú að þær sendi
hlutfalls lega færri lög inn í keppnina
eða að þær séu síður valdar til þátttöku.
Hávær mótmæli netverja urðu til þess
að RÚV dró til baka kröfu um jafnt
kynjahlutfall lagahöfunda árið 2014
en þrátt fyrir það hefur sú umræða
líklega varpað ljósi á stöðu kvenna í
tónlistarbransanum. Þar að auki hafa
samtök kvenna í tónlist, KÍTÓN, sem
stofnuð voru árið 2012, átt veg og
vanda af því að skapa jákvæða umræðu,
samstöðu og samstarfsvettvang meðal
tónlistarkvenna. Þróunin er sannarlega á
réttri braut en eins og glögglega sást í ár
þarf að vinna ötullega að því að tryggja
jafnrétti kynjanna í Söngvakeppninni.
Se
lm
a
B
jö
rn
sd
ó
tt
ir
f
ag
n
ar
1
99
9.
M
yn
d
: Á
sd
ís
Á
sg
ei
rs
d
ó
tt
ir
/
m
b
l.i
s