19. júní


19. júní - 19.06.2018, Síða 11

19. júní - 19.06.2018, Síða 11
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 9 Listakonurnar Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon skipa gjörningahópinn It’s the media it’s not you sem að þeirra sögn er vettvangur fyrir rannsóknir á gjörningaforminu sem aðferðafræði og miðli. Allar eru þær sjálfstætt starfandi og því er samstarfið tilviljanakennt. Þær komu til að mynda saman í Eastern Edge galleríinu á Nýfundnalandi árið 2015 og fluttu gjörningasyrpuna Crying Limmo, Peta Loves Pollock og The Piece Text About. Síðastliðinn vetur opnuðu þær sýninguna About Looking í Gallery GAMMA. Segja má að þungamiðja sýningarinnar sé módel- teikningar kvennanna sem unnar voru á tveggja vikna tímabili sumarið 2017 í Aþenu á Grikklandi. Á sýningunni er einnig að finna ljósaskúlptúra, ljós- mynd, veggjatexta í yfirstærð og mynd- bands upptöku Ara Alexanders Ergis Magnús sonar á viðtali Jóns Proppé við listakonurnar en báðir önnuðust þeir sýningar stjórn. Titill sýningarinnar, About Looking, er bein tilvísun í sam- nefnda bók Johns Berger. Mig langar þó að máta sýninguna lauslega við aðra bók Bergers, Ways of Seeing, sem fjallar einnig um áhorfið og þá sér- staklega framsetningu hins kvenlæga og karllæga í vestrænni menningu og sjónlistum. Teikningar: Að horfa Sýningin About Looking snýst að miklu leyti um að leyfa sér að staldra við, horfa, skoða og sjá. Mér varð hugsað til þess hvernig íhugult áhorf módelteiknarans breytir viðfangs efninu, á hvítum pappírnum víkja persónu- einkenni fyrir formgerð og módelið verður brotakennt; það breytist úr því að vera tiltekin kona yfir í samspil lína, skugga og áferða. Kjarni sýningarinnar er, eins og áður sagði, módelteikningar sem bera yfirskriftina „The nude drawing the nude“ og sýna listakonurnar í af- hjúpandi hversdagsleikanum, liggjandi og sýslandi í heitri, loftlausri íbúð í Aþenu. Þar eru listakonurnar í tvöföldu hlutverki, annars vegar sem gerendur og hins vegar sem viðföng, eins og þær orða það í umræddu viðtali. Þannig verður áhorfandinn í raun vitni að vinnuferlinu þar sem listakonan (gerandinn) teiknar aðra konu (viðfangið). Kvenlíkamar teikninganna eru óræðir, erfitt er að greina Rakel frá Katrínu og Katrínu frá Evu. Þannig eru þær eitt, þær eru einfaldlega konur. Konur, vinkonur og listakonur sem eru á þessum tímapunkti að vinna að því að skrásetja hver aðra. Teikningarnar má einnig skoða sem leifar af gjörningi, þær eru heimildir um gjörning sem átti sér stað á þessu tveggja vikna tímabili. Það vakti athygli að ekki voru undirskriftir á teikningunum og því erfitt að aðgreina sjónarhorn kvennanna þriggja. Fyrir vikið má segja að á skissunum birtist almennt sjónarhorn kvenna og áhorfandinn fær að vera fluga á vegg í stundarkorn. Veggjatextinn undirstrikaði einnig þá tilfiningu að um almennt sjónarhorn væri að ræða auk þess sem skynja má í honum ákveðinn vott tímaleysis. Í menningarlegu samhengi vísa teikningarnar annars vegar til tilvistar- og verufræðilegra hugmynda um kvenlíkamann en einnig til bókmennta- og kvikmyndahefðarinnar en þar hefur samstaða kvenna löngum verið sveipuð dulúð. Til að mynda er kvikmyndin The Virgin Suicides eftir Sofiu Coppola og skáldsagan Little Women eftir Louisu May Alcott dæmi um tilraunir til að gefa innsýn í þessa dulúð og mynd af tilveru kvenna með þeirra eigin augum. Markmið sýningarinnar About Looking er af svipuðum toga en umfjöllunarefni hennar er að hluta „the female gaze“ eða sjónarhorn kvenna, hugtak sem var upphaflega notað til þess að skapa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.