19. júní - 19.06.2018, Side 12
10 | 19. júní 2018
M
yn
d
: A
b
o
u
t
Lo
o
ki
n
g
mótvægi við hið karllæga sjónarhorn
(e. male gaze) kvikmyndarinnar. Hið
karllæga sjónarhorn sem greina má
í sjónlistum, bókum og kvikmyndum
varpar ljósi á valdataflið sem á sér stað
milli áhorfanda og viðfangsefnisins,
hvernig valdið liggur þá hjá þeim sem
horfir en ekki hjá þeim sem er í sjónmáli.
Í bókinni Ways of Seeing fjallar John
Berger einnig um ólíkt áhorf karla og
kvenna. Berger bendir á að konan sé í
raun alltaf meðvituð um eigin viðveru í
almenningsrýminu, hvernig hún kemur
fyrir sem kona á meðal kvenna og sem
viðfang sem hírist undir vökulu augu
karlmanna. Hið tvöfalda sjónarhorn
konunnar spilar síðan saman við hug-
myndina um kynhlutverk hennar og
samfélagslegt gildi í víðara sam hengi.
Ólíkt því sem greina má í hinu karl-
læga sjónarhorni mótast sjónarhorn
konunnar af hennar eigin áhugamálum,
við fangsefnum, nærumhverfi og hug-
myndum um þrá. Því mætti skoða módel-
teikningar kvennanna sem tilraun til að
afbyggja valdastrúktúr sjónarhornsins
eða endurheimta eigið vald. Ákveðin
kaldhæðni liggur í valinu á miðlinum,
teikningunni, sem hefur í listsögulegu
samhengi verið vettvangur karlmanna
til að sýna konuna aðeins sem viðfang
eða músu, svar við hinni karlmannlegu
þrá.
Ljósaskúlptúrar: Að sjá?
Ljósaskúlptúrarnir þrír eru efnis-
legar birtingarmyndir á erkitýpum og
persónum sem listakonurnar unnu
með í uppistandi í áðurnefndri ferð
til Nýfundnalands. Almennt eiga
verk sýningarinnar það sammerkt að
reika milli miðla. Módelteikningarnar
má skoða sem teikningar eða sem
vitnisburð um gjörning og ljósa-
skúlptúrana sem sviðsetningu og
boð um þátttöku í greinandi hug-
myndafræði sýningarinnar. Hárauð,
kassalaga ljósin minna á ljósin sem
gefa beina útsendingu til kynna og
áletranir þeirra, EGÓ, OBSESSION og
PURPOSE, hafa breiða skírskotun og
vísa meðal annars í gríska goðafræði,
menningarlegar klisjur og svo auðvitað
í sjálf persónueinkennin.
„Við bjóðum EGÓ, OBSESSION og
PURPOSE velkomnar á svið!“
Eins máðar og vel nýttar og
klisjurnar oft og tíðum eru búa þær yfir
ákveðnu almennu sannleiksgildi. Oft er
talað um að endurtekningin sé móðir alls
lærdóms en endurtekninguna má einnig
skoða sem vettvang klisjusköpunar, þar