19. júní


19. júní - 19.06.2018, Side 12

19. júní - 19.06.2018, Side 12
10 | 19. júní 2018 M yn d : A b o u t Lo o ki n g mótvægi við hið karllæga sjónarhorn (e. male gaze) kvikmyndarinnar. Hið karllæga sjónarhorn sem greina má í sjónlistum, bókum og kvikmyndum varpar ljósi á valdataflið sem á sér stað milli áhorfanda og viðfangsefnisins, hvernig valdið liggur þá hjá þeim sem horfir en ekki hjá þeim sem er í sjónmáli. Í bókinni Ways of Seeing fjallar John Berger einnig um ólíkt áhorf karla og kvenna. Berger bendir á að konan sé í raun alltaf meðvituð um eigin viðveru í almenningsrýminu, hvernig hún kemur fyrir sem kona á meðal kvenna og sem viðfang sem hírist undir vökulu augu karlmanna. Hið tvöfalda sjónarhorn konunnar spilar síðan saman við hug- myndina um kynhlutverk hennar og samfélagslegt gildi í víðara sam hengi. Ólíkt því sem greina má í hinu karl- læga sjónarhorni mótast sjónarhorn konunnar af hennar eigin áhugamálum, við fangsefnum, nærumhverfi og hug- myndum um þrá. Því mætti skoða módel- teikningar kvennanna sem tilraun til að afbyggja valdastrúktúr sjónarhornsins eða endurheimta eigið vald. Ákveðin kaldhæðni liggur í valinu á miðlinum, teikningunni, sem hefur í listsögulegu samhengi verið vettvangur karlmanna til að sýna konuna aðeins sem viðfang eða músu, svar við hinni karlmannlegu þrá. Ljósaskúlptúrar: Að sjá? Ljósaskúlptúrarnir þrír eru efnis- legar birtingarmyndir á erkitýpum og persónum sem listakonurnar unnu með í uppistandi í áðurnefndri ferð til Nýfundnalands. Almennt eiga verk sýningarinnar það sammerkt að reika milli miðla. Módelteikningarnar má skoða sem teikningar eða sem vitnisburð um gjörning og ljósa- skúlptúrana sem sviðsetningu og boð um þátttöku í greinandi hug- myndafræði sýningarinnar. Hárauð, kassalaga ljósin minna á ljósin sem gefa beina útsendingu til kynna og áletranir þeirra, EGÓ, OBSESSION og PURPOSE, hafa breiða skírskotun og vísa meðal annars í gríska goðafræði, menningarlegar klisjur og svo auðvitað í sjálf persónueinkennin. „Við bjóðum EGÓ, OBSESSION og PURPOSE velkomnar á svið!“ Eins máðar og vel nýttar og klisjurnar oft og tíðum eru búa þær yfir ákveðnu almennu sannleiksgildi. Oft er talað um að endurtekningin sé móðir alls lærdóms en endurtekninguna má einnig skoða sem vettvang klisjusköpunar, þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.