19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 15

19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 15
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 13 Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur starfað í fyrirtækinu undanfarin 14 ár og beitt margvíslegum aðferðum og tólum við að uppræta kynbundinn launamun, sem mælist ekki hjá OR í dag. Sólrún segir hér frá þeim árangursríku leiðum sem fyrirtækið fór og hvað þurfi í raun til að útrýma kynbundnum launamun. Innan samstæðu OR starfa rúmlega 500 manns hjá Orku náttúrunnar, Veitum, Gagnaveitu Reykjavíkur og í móðurfélaginu. Um þriðjungur er konur. Kynjahlutföll eru ólík eftir starfsgreinum þar sem konur eru fæstar meðal iðnaðarfólks og flestar meðal skrifstofufólks. Fram til ársins 2011 mældist kynbundinn launamunur hjá fyrirtækinu 7% en hann mælist enginn í dag. Ráðist var í mikla greiningarvinnu og markvissum aðgerðum hefur verið beitt til að útrýma kynbundnum launa- mun innan fyrirtækisins síðan 2011. Þá tók nýr forstjóri við fyrirtækinu sem var í mikilli fjárhagskrísu og þýddi það mikla uppstokkun og uppsagnir. Nýi forstjórinn vildi nýta tækifærið og fjölga konum í stjórnendahópnum og útrýma kynbundnum launamun inn an fyrirtækisins. Sjálfur kom hann úr karllægum geira og hafði fundið á eigin skinni að blandaðir vinnustaðir væru betri en aðrir. Þessum aðgerðum hef ur Sólrún unnið að og stýrt en nú að undanförnu hefur skapast eftirspurn eftir því að heyra söguna um vel lukk- aðar aðgerðir OR á þessu sviði, bæði hér á landi og jafnvel erlendis. „Við uppgötvuðum fljótlega að sú aðgerð sem felst í að uppræta kyn- bundinn launamun er breyting sem ristir dýpra en við héldum því hún liggur í menningu okkar og ómeðvituðum fordómum. Til dæmis vorum við með yfirlýsta jafnréttisáætlun um að fjölga konum í stjórnendastöðum en réðum samt mjög fáar konur í slíkar stöður. Þá rann upp fyrir okkur að erfitt væri að fjölga konum ef fyrirtækið væri ekki tilbúið fyrir þær. Við urðum meðvituð um mikilvægi þess að skoða alla þætti kynjajafnréttis og gerðum okkur grein fyrir að menningin innan fyrirtækisins væri mjög karllæg, jafnvel letjandi og fráhrindandi fyrir konur. En hvatinn að þessum aðgerðum var ekki síst að fá fleiri konur til starfa við iðn- og tæknistörf hjá OR. Ég las því mikið af rannsóknum og við ákváðum að fá kynjafræðing til að skoða menninguna innan fyrirtækisins. Hún ráðlagði okkur til dæmis að breyta nöfnum á fundaherbergjum sem voru karllæg og vísuðu í skip en fáar konur samsama sig við að vinna á skipum. Hún benti á að umhverfið innanhúss væri sterílt og kalt, mætti vera litríkara, aðgerðaráætlanir væru of almennar og lítið gæfi til kynna að hjá fyrirtækinu ynni fjölskyldufólk. Einnig ráðlagði hún okkur að kyngreina öll gögn því þá fyrst sæjum við sannleikann, sem reyndist hárrétt,” segir Sólrún og heldur áfram. „Ástæða þess að við erum ekki komin lengra í jafnréttismálum er að stjórnendur og eigendur fyrirtækja trúa því einlæglega að fullkomið jafnrétti ríki þar. Fólk trúir því að það séu vondir karlar þarna úti sem vilji ekki borga konum jafn há laun og körlum eða veita konum tækifæri. Aftur á móti skoða stjórnendur sjaldnast sannleikann, kyngreina ekki gögn og sjá því ekki þessa ómeðvituðu fordóma sem valda því að kynbundinn launamunur lifir góðu lífi. Þegar við hófum að kyngreina öll gögn hér í OR kom í ljós að ýmiss konar misrétti var enn við lýði. Niðurstöður kyngreininganna komu okkur og framkvæmdastjórninni gríðar lega á óvart, við höfðum ein- fald lega ekki leitt hugann að ólíkum birt ingar mynd um kynjamisréttis, nema launa þættinum. Að kyngreina allar mann auðsupplýsingar sýnir svart á hvítu þessar ólíku birtingarmyndir. Það á til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.