19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 16

19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 16
14 | 19. júní 2018 dæmis við um kynjahlutföll í starfs- hópum, fræðslu, þeirra sem sækja ráð- stefnur, koma fram í fjölmiðlum, fara í fæðingarorlof og ýmislegt annað sem vakti okkur til umhugsunar.“ Sólrún sat í jafnréttisnefnd fyrir- tækisins fyrir mörgum árum. „Þá vorum við oft að halda stjórn endanámskeið fyrir konur svo þær gætu eflt sig til að verða stjórnendur,“ segir Sólrún og hristir hausinn. „Það þarf ekkert að efla konur, þær eru ekki ástæðan fyrir því að konur sinna ekki stjórnendastörfum til jafns við karlmenn. Stjórnendur fyrirtækja veita hvorki konum tækifæri né koma auga á allar hæfileikaríku konurnar þarna úti. Þá komum við að þessum innbyggðu ómeðvituðu for- dómum sem gera það að verkum að fólk stimplar stjórn endastöður fyrir karlmenn og settar eru upp ómeðvitaðar hindranir fyrir því að konur séu hæfar. Engu að síður sýna allar rannsóknir að blandaðir vinnustaðir ná betri árangri en aðrir. Það er bara eins og stjórnendur heyri þetta ekki.“ Sólrún og samstarfsfólk hennar tóku þátt í að móta jafnlaunastaðalinn á sínum tíma. „Jafnlaunavottun er merki um að kerfi sé til staðar sem gætir þess að kyn bundinn launamunur þrífist ekki. Vottunin þýðir ekki að hann sé ekki til staðar heldur að fyrirtækið sé búið að móta kerfi þar sem störf eru verð- mætametin og launaákvarðanir séu teknir eftir ákveðnu kerfi óháð kyni. Í fyrstu ákváðum við að bíða með að láta votta okkur eftir staðlinum en höfum aftur á móti unnið eftir honum heillengi. Við höfum alltaf verið meðvituð um hvað þarf til að upp fylla staðalinn og höfum haft það að leiðarljósi. Nýlega komu samt nýir vottunar aðilar að staðlinum svo að nú bíðum við eftir vottun. Það eina sem við þurftum að bæta var skriflegur hluti launaákvarðana. Sú breyting var til góðs, hún auðveldar tölfræðigreiningar, til dæmis vegna breytinga í starfi og frammistöðu, gerir okkur kleift að fletta upp aftur í tímann og fylgjast betur með launaþróun. Við vorum löngu búin að starfagreina og verðmætameta öll störf innan fyrirtækisins, fara margsinnis í gegnum jafnlaunaúttektir með ytri aðilum og höfðum smíðað okkar eigin jafnlaunatól í samstarfi við Pay Analytics.“ En hvers vegna að þróa sitt eigið jafnlaunatól? „Áður jafnlaunagreindum við á sama hátt og flest önnur fyrirtæki, send um launagögn til ytri aðila sem skilaði svo niðurstöðum um tveimur mán uðum síðar, prósentutölu um mældan kynbundinn launamun innan fyrirtækisins. Í millitíðinni höfðu oft átt sér stað tugir breytinga í fyrirtækinu, starfsfólk hafði hætt, byrjað og laun breyst. Auk þess vissum við hreinlega ekki hvernig vinna ætti með greininguna. Við vorum því alltaf að leita að jafnlaunatóli sem gerði okkur kleift að greina gögnin sjálf. Kynbundinn launamunur er svo ómeðvitaður og við höfum öll dulda ómeðvitaða fordóma sem felast í að finnast eðlilegt að karlar fái hærri laun. Ef við mælum ekki hverja og eina launaákvörðun, þá slæðist kynbundinn launamunur aftur og aftur inn í myndina, ég hef séð það gerast. Í dag er því bannað að taka nokkra launaákvörðun innan Orkuveitu Reykjavíkur nema jafn- launagreina hana fyrst. Auk þess fáum við utanaðkomandi aðila til að gera jafnlaunaúttektir með sambærilegum mælingaraðferðum. En aðalmálið við upprætingu á kynbundnum launamun er að verðmætameta störfin,“ segir Sólrún og útskýrir hvernig OR hafi gert það. „Mikilvægast er að fyrirtæki átti sig á og skilgreini hvaða það greiðir fyrir. Við byrjuðum á að spyrja okkur að því og settum niður á blað að við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.