19. júní - 19.06.2018, Page 17
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 15
M
yn
d:
O
rk
uv
ei
ta
R
ey
kj
av
ík
ur
borgum til dæmis fyrir frammistöðu,
menntun, ábyrgð, fjárhagslega ábyrgð
og mannaforráð. Svo bjuggum við til
starfaflokka sem við lágum yfir því
í þessari flokkun getur kynbundinn
launamunur myndast. Eins settum við á
laggirnar svokallaðar starfafjölskyldur
líkt og sérfræðihóp, stjórnendahóp og
ófaglærða en auk þess erum við með
starfaflokka innan þessara fjölskyldna.
Því næst fengum við utanaðkomandi
aðila til að spegla og fara yfir flokkunina.
Þannig sannreyndi í raun ytri aðilinn
okkar mat því það kom eins út.“
Nú byggist verðmætamat starfa á
huglægu mati, hvernig fóruð þið að?
„Já, í þessu ferli geta einmitt
ómeðvitaðir fordómar okkar birst því
hvorki tól né staðall koma í veg fyrir
dulda fordóma. Því er mikilvægt að
fyrirtæki segi málefnalega frá því hvað
það greiðir fyrir og að stjórnendur séu
meðvitaðir um kynbundinn launamun
og geti komið auga á hann þegar
hann læðist inn. Okkar ómeðvituðu
for dómar liggja nefnilega í að meta
störf karla meira en störf sem konur
í meirihluta vinna,“ segir Sólrún sem
finnst nauðsynlegt að úttektaraðilar
fyrir tækja séu menntaðir í kynjafræði
svo að þeir geti speglað fyrirtækin
almennilega. „Ég vil sjá Jafnréttisstofu
stækkaða með úttektarteymi sem gerir
jafnlaunaúttektir á vinnustöðum. Ég
er búin að lifa og hrærast svo lengi
í þessum málum, tala við svo marga