19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 18

19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 18
16 | 19. júní 2018 M yn d: O rk uv ei ta R ey kj av ík ur kynjafræðinga og hef uppgötvað hvað ég er sjálf uppfull af ómeðvituðum fordómum, líkt og við öll. Við þurfum stanslaust að vera á varðbergi gagnvart þeim við allar ákvarðanatökur innan fyrirtækja,“ segir Sólrún og lýsir einu atviki sem upp kom einu sinni innan OR. „Ég er alls ekki stolt af þessu en finnst mikilvægt að segja frá því til útskýringar á þessum duldu ómeðvituðu fordómum. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að ólíkir hópar innan ófaglærða hópsins okkar voru með misjöfn laun. Þessi hópur fyrirtækisins er kynjaskiptur, innan hans vinna ófaglærðir karlmenn helst utandyra en ófaglærðar konur aðallega innandyra við ræstingar og í mötuneytisstörfum. Á þessum tíma vorum við með breytu í jafnlaunalíkaninu sem var „útivinna“ sem kvað á um að störf sem unnin væru utandyra væru verðmætari en þau sem unnin væru innandyra. Bæði okkur og úttektaraðilum fannst þetta lógískt því að útistörfin væru erfið, unnin í alls konar veðri og við borguðum einfaldlega meira fyrir það. En svo fór ég að setja spurningarmerki við þetta. Mötuneytisstörfin eru jafn erfið, starfsfólk stendur allan daginn, sker niður grænmeti í gufu og hita og þarf að lyfta þungum hlutum. Við ákváðum að líta svo á að þessi störf væru jafn verðmæt og þau störf sem unnin eru utandyra og hækkuðum launin. Þarna komum við upp um okkar eigin ómeðvituðu fordóma sem höfðu réttlætt kynbundinn launamun. En þar sem markaðurinn metur störf utandyra meira, þá vorum við farin að greiða yfir markaðslaunum. Við ákváðum því að líta svo á að ef fyrirtækin taka aldrei af skarið lagist markaðurinn aldrei. Svo við héldum okkar striki.“ En hvernig ætli starfsfólk OR hafi tekið í þessar aðgerðir við að leiðrétta kynbundinn launamun? „Allar vinnustaðamælingar sýna að starfsánægja mælist meiri og fyrir vikið er OR betra fyrirtæki. Hér áður þreifst alls konar menning, húmor og umhverfi sem var konum oft erfitt, oft kallað „hostile women environment“ sem er samt umhverfi sem körlum líður ekki heldur vel í. Um leið og við fórum að breyta þeirri menningu líður öllum betur og í karllægustu einingum fyrirtækisins hefur starfsánægja aukist mest. Við tölum oft um að kynjajafnrétti virki eins og sjálfhreinsibúnaður. Þegar konur fá sæti við borðið verður menn- ingin ekki jafn einsleit og þá slokknar ósjálfrátt á óásættanlegri hegðun. Þá er einfaldlega ekki lengur viðeigandi að segja dónabrandara. Við trúum því að fjölbreytni og fjölbreyttari fyrirtæki skili meiri árangri og í slíku umhverfi séu teknar betri ákvarðanir.“ Sólrún og samstarfsfólk hafa beitt ólíkum aðferðum til að fjölga konum hjá fyrirtækinu með áherslu á iðn- og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.