19. júní - 19.06.2018, Page 21
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 19
Síðastliðið haust stóð Kven rétt-
inda félag Íslands fyrir stjórn mála nám-
skeiði fyrir konur af erlendum upp-
runa og var mér boðið að stýra því.
Námskeiðið, sem var styrkt af Inn flytj-
endasjóði og Reykjavíkurborg, var
kynnt ítarlega á samfélagsmiðlum og
á póstlistum Kven réttindafélags Íslands
og W.O.M.E.N. in Iceland – Samtaka
kvenna af erlendum uppruna. Einnig
var námskeiðið kynnt í tengslaneti
skipu leggjenda og í Facebook-hópum
á borð við „Away from home“ og
öðrum sem ætlaðir eru innflytjendum
á Íslandi.
Það sem leiddi mig persónulega
áfram í þessu verkefni var annars vegar
reynsla mín úr Samtökum kvenna af
erlendum uppruna en í gegnum starf
þeirra hafa margar konur af erlendum
uppruna orðið virkir þátttakendur í
samfélaginu og sumar þeirra tekið að
sér frekari verkefni á því sviði, bæði
innnan stjórnmálaflokkanna og utan
þeirra. Hins vegar var reynsla mín úr
eigin stjórnmálaþátttöku mér innblástur
en ég hef verið varaborgarfulltrúi síðan
2014. Í kosningabaráttunni upplifði
ég hversu lítið innflytjendur vissu um
eigin kosningarétt en kosningaþátttaka
meðal kosningarbærra innflytjenda
utan Norðurlandabúa í sveitarstjórnar-
kosningum 2014 var ekki nema
17%. Einnig var mikil áskorun að fá
innflytjendur til að sýna starfi stjórn-
málaflokka áhuga eða taka virkan þátt
í því. Það var heldur ekki einfalt fyrir
mig að stíga fyrstu skrefin í stjórn-
málum – örlítið eins og að flytja aftur í
nýtt land, læra nýtt tungumál og fullt
af nýjum óskrifuðum reglum. Ég vildi
gjarnan miðla bæði því sem ég hafði
lært en líka vekja athygli á hversu
vel stjórnmálaflokkar taka á móti
innflytjendum sem hafa áhuga á að taka
þátt í starfinu og á það við um alla þá
flokka þar sem ég þekki til.
Okkur skipuleggjendunum fannst
á sínum tíma að haustið 2017 væri góður
tími fyrir námskeið af þessu tagi þar
sem þátttakendur gætu svo í kjölfarið
tekið virkan þátt í sveitarstjórnarkosn-
ingum 2018. Annað kom þó á daginn
og óvæntar alþingiskosningar settu
skemmt i legan svip á námskeiðið. Eflaust
juku þær áhuga bæði þátttakenda og
stjórn málaflokkanna sem nýttu sér
þetta tækifæri til að kynna málefni sín
fyrir komandi kosningar.
Á námskeiðinu var farið yfir starf
og stefnumál helstu stjórnmála flokka
og hags munasamtaka, farið yfir „óskrif-
aðar reglur“ stjórnmálanna, fram saga og
ræðuhöld kennd og unnið að tengsla -
myndun þátttakenda. Nám skeiðið var
þverpólitískt, fulltrúar allra flokka á
þingi sóttu námskeiðið heim og kynntu
starf sitt og stefnu. Námskeiðið tók sjö
vikur, skráning var ókeypis og var 31
kona skráð.
Námskeiðið var auglýst á íslensku,
ensku og pólsku en tekið fram að
kennsla færi fram á íslensku svo að
góður skilningur á tungumálinu væri
nauð synlegur. Skipuleggjendur lögðu
áherslu á nauðsyn þess að kunna íslensku
til þess að taka virkan þátt í stjórnmálum
á Íslandi en á sama tíma var reynt að
hvetja konur til þátttöku þó að þær
sjálfar mætu íslenskukunnnáttu sína
ófullnægjandi. Því gafst þátttakendum
tækifæri til að taka þátt í umræðum á
ensku ef þær treystu sér ekki til að tala
íslensku.
Hugmyndin var alltaf að styðja
konur í að stíga fyrstu skrefin á þeim
vettvangi sem þær hefðu áhuga á.
Fyrsta kvöldið settu allar konurnar sér
persónuleg markmið sem voru allt frá
því að geta tekið þátt í pólitískum um-
ræðum í vinahópi yfir í að velja sér
flokkspólitískan vettvang. Stór hluti
sjálfstyrkingarinnar var fólginn í því að
konurnar fengu þarna tækifæri til að