19. júní


19. júní - 19.06.2018, Síða 21

19. júní - 19.06.2018, Síða 21
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 19 Síðastliðið haust stóð Kven rétt- inda félag Íslands fyrir stjórn mála nám- skeiði fyrir konur af erlendum upp- runa og var mér boðið að stýra því. Námskeiðið, sem var styrkt af Inn flytj- endasjóði og Reykjavíkurborg, var kynnt ítarlega á samfélagsmiðlum og á póstlistum Kven réttindafélags Íslands og W.O.M.E.N. in Iceland – Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Einnig var námskeiðið kynnt í tengslaneti skipu leggjenda og í Facebook-hópum á borð við „Away from home“ og öðrum sem ætlaðir eru innflytjendum á Íslandi. Það sem leiddi mig persónulega áfram í þessu verkefni var annars vegar reynsla mín úr Samtökum kvenna af erlendum uppruna en í gegnum starf þeirra hafa margar konur af erlendum uppruna orðið virkir þátttakendur í samfélaginu og sumar þeirra tekið að sér frekari verkefni á því sviði, bæði innnan stjórnmálaflokkanna og utan þeirra. Hins vegar var reynsla mín úr eigin stjórnmálaþátttöku mér innblástur en ég hef verið varaborgarfulltrúi síðan 2014. Í kosningabaráttunni upplifði ég hversu lítið innflytjendur vissu um eigin kosningarétt en kosningaþátttaka meðal kosningarbærra innflytjenda utan Norðurlandabúa í sveitarstjórnar- kosningum 2014 var ekki nema 17%. Einnig var mikil áskorun að fá innflytjendur til að sýna starfi stjórn- málaflokka áhuga eða taka virkan þátt í því. Það var heldur ekki einfalt fyrir mig að stíga fyrstu skrefin í stjórn- málum – örlítið eins og að flytja aftur í nýtt land, læra nýtt tungumál og fullt af nýjum óskrifuðum reglum. Ég vildi gjarnan miðla bæði því sem ég hafði lært en líka vekja athygli á hversu vel stjórnmálaflokkar taka á móti innflytjendum sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu og á það við um alla þá flokka þar sem ég þekki til. Okkur skipuleggjendunum fannst á sínum tíma að haustið 2017 væri góður tími fyrir námskeið af þessu tagi þar sem þátttakendur gætu svo í kjölfarið tekið virkan þátt í sveitarstjórnarkosn- ingum 2018. Annað kom þó á daginn og óvæntar alþingiskosningar settu skemmt i legan svip á námskeiðið. Eflaust juku þær áhuga bæði þátttakenda og stjórn málaflokkanna sem nýttu sér þetta tækifæri til að kynna málefni sín fyrir komandi kosningar. Á námskeiðinu var farið yfir starf og stefnumál helstu stjórnmála flokka og hags munasamtaka, farið yfir „óskrif- aðar reglur“ stjórnmálanna, fram saga og ræðuhöld kennd og unnið að tengsla - myndun þátttakenda. Nám skeiðið var þverpólitískt, fulltrúar allra flokka á þingi sóttu námskeiðið heim og kynntu starf sitt og stefnu. Námskeiðið tók sjö vikur, skráning var ókeypis og var 31 kona skráð. Námskeiðið var auglýst á íslensku, ensku og pólsku en tekið fram að kennsla færi fram á íslensku svo að góður skilningur á tungumálinu væri nauð synlegur. Skipuleggjendur lögðu áherslu á nauðsyn þess að kunna íslensku til þess að taka virkan þátt í stjórnmálum á Íslandi en á sama tíma var reynt að hvetja konur til þátttöku þó að þær sjálfar mætu íslenskukunnnáttu sína ófullnægjandi. Því gafst þátttakendum tækifæri til að taka þátt í umræðum á ensku ef þær treystu sér ekki til að tala íslensku. Hugmyndin var alltaf að styðja konur í að stíga fyrstu skrefin á þeim vettvangi sem þær hefðu áhuga á. Fyrsta kvöldið settu allar konurnar sér persónuleg markmið sem voru allt frá því að geta tekið þátt í pólitískum um- ræðum í vinahópi yfir í að velja sér flokkspólitískan vettvang. Stór hluti sjálfstyrkingarinnar var fólginn í því að konurnar fengu þarna tækifæri til að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.