19. júní


19. júní - 19.06.2018, Side 25

19. júní - 19.06.2018, Side 25
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 23 15. október síðastliðinn setti leik- konan Alyssa Milano svofellda færslu á Twitter: „Uppástunga frá vinkonu: Ef allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi myndu skrifa ÉG LÍKA í stöðufærslu myndi fólk kannski gera sér grein fyrir umfangi vandans.“ Þetta voru reyndar ekki orð Alyssu sjálfrar heldur hafði kona að nafni Tamara Burke stofnað samtök undir nafninu Me too á MySpace 2006 þar sem konur voru hvattar til að deila reynslu sinni og styðja hver aðra. Samtökin stofnaði hún í kjölfar þess að þrettán ára stúlka trúði henni fyrir ofbeldis reynslu. Tamara segist ekki hafa vitað hvað hún átti að segja en óskaði þess seinna að hún hefði einfaldlega svarað: Ég líka, me too. Þar sem Alyssa Milano er kvik- myndaleikkona er hún með marga fylgj- end ur og það var frá henni sem skila- boðin breiddust um heims byggðina. Fljótlega fóru að fylgja reynslu sögur, sögur sem spönnuðu allt frá grófu ofbeldi yfir í atvik sem konur voru kannski fyrst að átta sig á hvers vegna þau hefðu valdið þeim vanlíðan, atvik sem þóttu í besta falli á gráu svæði, atferli sem þótti viðtekin og eðlileg framkoma karls við konu. Ástæðu þess að myllumerkið náði þessu flugi má rekja til afhjúpunar New York Times á útbreiddri þöggun varðandi kynferðislega áreitni innan skemmtanaiðnaðarins sem kviknaði eftir að kvikmyndafram leiðand inn Harvey Weinstein var sakaður um fjölda brota gegn leikkonum sem hann var í valda - stöðu gagnvart og náðu brotin yfir áratuga skeið. Skemmst er frá því að segja að myllumerkið #MeToo breiddist eins og eldur í skrjáfþurri sinu um heimsbyggðina. Sólarhring síðar höfðu 500.000 konur svarað kallinu og 12 milljón Facebook-færslur borið vott um umfang vandans. Heimurinn komst ekki hjá því að hlusta. Víkjum nú sögunni til Íslands – með viðkomu í Svíþjóð. Þar tóku konur í ýmsum starfs stéttum sig sam an í lokuð- um Face book-hópum og söfnuðu sög um af kyn ferðis legri áreitni og ofbeldi sem þær síðan sendu fjölmiðlum og tístu undir myllu merkjum sem voru lýsandi fyrir hverja og eina starfsstétt. Í Svíþjóð riðu konur í leikhúsi og kvikmyndum á vaðið þann 10. nóvember og sendu opið bréf til fjöl miðla, undirritað af alls um 800 konum, þar sem þær lýstu reynslu sinni nafnlaust, fordæmdu ástandið í starfsumhverfinu og kröfðust úrbóta. Hér á landi voru það stjórn- málakonur sem fyrstar komu fram með rúmlega hundrað sögur undir myllu- merkinu #ískuggavaldsins og yfir lýsingu sem 419 konur í stjórn mál um undirrituðu. Þann 21. nóvember komu Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylk- ingarinnar og stofnandi Facebook-hóps kvennanna, Áslaug Arna Sigur björns- dóttir, þáverandi vara formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Jóhanna María Sig- mundsdóttir, fyrr verandi þingmaður Fram sóknarflokksins, fram í Kastljósi sem full trúar hópsins og ræddu bæði sína eigin reynslu og þær sögur sem komið höfðu fram undir nafnleynd bæði þolenda og gerenda. Tæpri viku síðar stigu konur í sviðslistum og kvikmyndum fram undir myllumerkinu #tjaldiðfellur og sögur þeirra afhjúpuðu menningu kven fyrir- litningar og kynferðisofbeldis í skjóli valdamismunar innan sviðslista og kvik- mynda. Alls skrifuðu 548 konur undir yfirlýsingu þar sem fram kom krafa um að karlkyns samverkamenn tækju ábyrgð og að konur fengju að sinna starfi sínu án ofbeldis, áreitis eða mis- mununar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.