19. júní - 19.06.2018, Síða 25
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 23
15. október síðastliðinn setti leik-
konan Alyssa Milano svofellda færslu
á Twitter: „Uppástunga frá vinkonu:
Ef allar konur sem hafa orðið fyrir
kynferðislegri áreitni eða ofbeldi
myndu skrifa ÉG LÍKA í stöðufærslu
myndi fólk kannski gera sér grein
fyrir umfangi vandans.“ Þetta voru
reyndar ekki orð Alyssu sjálfrar heldur
hafði kona að nafni Tamara Burke
stofnað samtök undir nafninu Me too
á MySpace 2006 þar sem konur voru
hvattar til að deila reynslu sinni og
styðja hver aðra. Samtökin stofnaði
hún í kjölfar þess að þrettán ára stúlka
trúði henni fyrir ofbeldis reynslu. Tamara
segist ekki hafa vitað hvað hún átti að
segja en óskaði þess seinna að hún
hefði einfaldlega svarað: Ég líka, me
too.
Þar sem Alyssa Milano er kvik-
myndaleikkona er hún með marga fylgj-
end ur og það var frá henni sem skila-
boðin breiddust um heims byggðina.
Fljótlega fóru að fylgja reynslu sögur,
sögur sem spönnuðu allt frá grófu
ofbeldi yfir í atvik sem konur voru
kannski fyrst að átta sig á hvers vegna
þau hefðu valdið þeim vanlíðan, atvik
sem þóttu í besta falli á gráu svæði,
atferli sem þótti viðtekin og eðlileg
framkoma karls við konu.
Ástæðu þess að myllumerkið náði
þessu flugi má rekja til afhjúpunar
New York Times á útbreiddri þöggun
varðandi kynferðislega áreitni innan
skemmtanaiðnaðarins sem kviknaði eftir
að kvikmyndafram leiðand inn Harvey
Weinstein var sakaður um fjölda brota
gegn leikkonum sem hann var í valda -
stöðu gagnvart og náðu brotin yfir
áratuga skeið.
Skemmst er frá því að segja
að myllumerkið #MeToo breiddist
eins og eldur í skrjáfþurri sinu um
heimsbyggðina. Sólarhring síðar höfðu
500.000 konur svarað kallinu og 12
milljón Facebook-færslur borið vott um
umfang vandans.
Heimurinn komst ekki hjá því að
hlusta.
Víkjum nú sögunni til Íslands –
með viðkomu í Svíþjóð. Þar tóku konur í
ýmsum starfs stéttum sig sam an í lokuð-
um Face book-hópum og söfnuðu sög um
af kyn ferðis legri áreitni og ofbeldi sem
þær síðan sendu fjölmiðlum og tístu
undir myllu merkjum sem voru lýsandi
fyrir hverja og eina starfsstétt. Í Svíþjóð
riðu konur í leikhúsi og kvikmyndum á
vaðið þann 10. nóvember og sendu opið
bréf til fjöl miðla, undirritað af alls um
800 konum, þar sem þær lýstu reynslu
sinni nafnlaust, fordæmdu ástandið í
starfsumhverfinu og kröfðust úrbóta.
Hér á landi voru það stjórn-
málakonur sem fyrstar komu fram með
rúmlega hundrað sögur undir myllu-
merkinu #ískuggavaldsins og yfir lýsingu
sem 419 konur í stjórn mál um undirrituðu.
Þann 21. nóvember komu Heiða Björg
Hilmisdóttir, varaformaður Samfylk-
ingarinnar og stofnandi Facebook-hóps
kvennanna, Áslaug Arna Sigur björns-
dóttir, þáverandi vara formaður Sjálf-
stæðisflokksins, og Jóhanna María Sig-
mundsdóttir, fyrr verandi þingmaður
Fram sóknarflokksins, fram í Kastljósi
sem full trúar hópsins og ræddu bæði
sína eigin reynslu og þær sögur sem
komið höfðu fram undir nafnleynd
bæði þolenda og gerenda.
Tæpri viku síðar stigu konur í
sviðslistum og kvikmyndum fram undir
myllumerkinu #tjaldiðfellur og sögur
þeirra afhjúpuðu menningu kven fyrir-
litningar og kynferðisofbeldis í skjóli
valdamismunar innan sviðslista og kvik-
mynda. Alls skrifuðu 548 konur undir
yfirlýsingu þar sem fram kom krafa
um að karlkyns samverkamenn tækju
ábyrgð og að konur fengju að sinna
starfi sínu án ofbeldis, áreitis eða mis-
mununar.