19. júní


19. júní - 19.06.2018, Síða 28

19. júní - 19.06.2018, Síða 28
26 | 19. júní 2018 tíma í Samkomuhúsinu á Akureyri og á Seyðisfirði. Þrátt fyrir að jólaundirbúningurinn væri í algleymi gerðu fjölmiðlar þessum viðburði góð skil og sýnt var beint frá honum á ruv.is og visir.is. Það má raunar segja að fjölmiðlar á Íslandi hafi verið mjög vakandi fyrir #MeToo og fjallað um það sem fram fór á metnaðarfullan hátt. Margir hópar stigu fyrst fram í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á RÚV en aðrir fjölmiðlar gerðu einstökum viðmælendum góð skil og leituðu einnig viðbragða yfirvalda í þeim geirum sem frásagnirnar snertu. Og þau viðbrögð voru að langmestu leyti forundran og óhugnaður auk loforða um að bæta starfsumhverfi kvenna og skera upp herör gegn kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Misjafnt var þó hversu hart stéttir gengu fram í því að gangast við ábyrgð. Tveir kennarar í leiklistardeild LHÍ stigu til hliðar eftir að frásagnir um kennsluhætti þeirra voru gerðar opinberar og tveimur leikurum í Reykjavík var einnig vikið frá störfum eftir að í ljós kom að fleiri en ein saga kvenna úr þeirra starfsgrein fjallaði um þá. Þá sagði leikhússtjóri Leik félags Akureyrar einnig upp störf- um eftir að ljóst var að hann hafði gerst sekur um alvarlegt kynferðisbrot. Í öðrum greinum voru viðbrögðin ekki eins afgerandi þótt formenn flestra stéttar- og hagsmunafélaga hafi verið sammála um að #MeToo-frásagnirnar lýstu ástandi sem væri ólíðandi. Þegar kom að því að kjósa mann ársins 2017, eins og tíðkast milli jóla og nýárs ár hvert, kom ekki á óvart að hver fjölmiðillinn á fætur öðrum tilnefndi #MeToo-hreyfinguna og svo fór að hún var kjörin maður ársins á Stöð tvö og konurnar sem tóku þátt í #MeToo- byltingunni voru kjörnar manneskjur ársins af hlustendum Rásar tvö. Á verðlaunahátíð Eddunnar 25. febrúar 2018 var upphafsatriðið til- einkað #MeToo-byltingunni þar sem þrjátíu konur á öllum aldri stigu á svið, að sænskri fyrirmynd, og fluttu áhrifa- mikið ávarp og eiðstafi um breytingar. Aðgerðir stjórnvalda í kjölfar #MeToo-byltingarinnar á Íslandi hafa enn ekki verið afgerandi en miklum vilja hefur verið lýst til breytinga og margir starfshópar stofnaðir hjá ýmsum ráðuneytum og opinberum stofnunum. Þá hefur fjöldi málþinga og ráðstefna verið haldinn til að greina og skýra fyrirbærið, spá fyrir um framhaldið og blása konum áframhaldandi baráttu- anda í brjóst. Of langt mál er að greina frá þeim öllum en þó má nefna þjóð- fund sem Kvenréttindafélag Íslands stóð fyrir 10. apríl ásamt ASÍ, BSRB, BHM og Kennara sam bandinu undir yfirskriftinni „Samtal við #MeToo konur – Hvað getum við gert?“ Niðurstaðan var ákall um aukna ábyrgð og skýra verkferla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.