19. júní


19. júní - 19.06.2018, Side 35

19. júní - 19.06.2018, Side 35
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 33 Kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun á sér stað í hugbúnaðar- og tæknigeiranum, rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Óþarfi er að taka fram að ekki gerast allir karlar sekir um áreitni eða mismunun – hins vegar verða allt of margar konur fyrir því á starfsferli sínum og það er algerlega óásættanlegt. Kynbundin mismunun birtist með ýmsum hætti; allt frá niðurlægjandi athuga- semdum um útlit eða getu samstarfs - kvenna og óviðeigandi brandara yfir í kynferðislega áreitni. Það er ólíðandi að ekki sé tekið á umkvörtunum ef sá sem áreitir er metinn „of verðmætur“. Þeir sem gera öðrum óbærilegt að sinna sínu starfi, eru ekki og geta aldrei verið, verðmætari en starfsandinn og fyrirtækið. Slíkt verð mætamat og vinnu- brögð þarf að uppræta. Við krefjumst þess að allir samverkamenn okkar taki ábyrgð á að uppræta vandamálið; að viðeigandi yfirvöld, stéttarfélög og fyrirtæki í hug búnaðar-, vef- og tækniiðnaði taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundinni áreitni. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annars staðar í samfélaginu. Látum meðfylgjandi frásagnir tæknikvenna af kynferðisáreitni og kynbundnu áreiti og mismunun í tækni-, upplýsinga- og hug- búnaðar iðnaði vera þær síðustu. Við förum fram á fræðslu fyrir starfsfólk á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og kynbundinnar mismununar og hvernig fyrirtækið muni taka á slíku ef upp kemur. Við árétt um mikilvægi þess að fyrirtæki og starfsfólk taki umræðuna og setji sér saman siðareglur, líkt og tíðkast í erlend um stórfyrirtækjum, í fjölmiðlum og stjórnmálum, þar sem grunngildi í rekstri og samskiptum eru áréttuð, undir rituð og yfirfarin reglulega. Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur eða leiða ástandið hjá okkur. Við verðskuldum jafnrétti, að okkur sé trúað og sýndur stuðningur. Fyrst og fremst á misréttinu að linna. Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mis- mununar. Við stöndum saman og höfum hátt. #MeToo Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.