19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 45

19. júní - 19.06.2018, Page 45
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 43 Konur í iðngreinum Kynbundin mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað í iðngreinum. Við krefjumst þess að vera teknar alvarlega og að við getum sagt frá án þess að það komi niður á okkur í starfi. Það er mikilvægt að eyða þessu „konur kunna ekki” viðhorfi úr iðnaðarstörfum á Íslandi. Við tókum sama nám og sömu próf og þeir iðnaðarmenn sem við vinnum með og í mörgum tilvikum meiri reynslu en margir aðrir, en samt á að mismuna og niðurlægja okkur fyrir það eitt að hafa píku. Að þurfa að hlusta á athugasemdir um útlit sitt, hvernig fötum maður klæðist, uppspunnar sögur, óumbeðnar snertingar og káf, uppnefni, niður- læging fyrir framan aðra, óviðeigandi skilaboð/myndir á Facebook og í SMS-um, kynferðisleg áreitni frá eldri mönnum fær mann til að gefast upp. Í iðnstörfum er það oft þannig að þegar strákar byrja í vinnu eru þeir álitnir góðir þangað til annað kemur í ljós en konur þurfa hins vegar að vinna hart að því að vera álitnar góðar. Þegar hópar koma í heimsóknir í fyrirtækin sem við vinnum hjá upplifum við okkur sem sýningardýr þar sem er passað upp á að sýna konurnar á vinnustaðnum. Við eigum ekki að þurfa að fara niður á það plan að sætta okkur við kynferðislega brandara, káf og grín á okkar kostnað til að geta unnið með körlum. Það er mjög erfitt fyrir konur í iðn greinum að koma fram og greina frá sínum sögum því afar auðvelt er að rekja þær til okkar aftur. Við teljum þó nauðsynlegt að rödd okkar heyrist í stað þess að ætlast til þess að við séum ekki með vesen og hundsum kynferðislega áreitni. Hingað til hafa gerendur sloppið auðveldlega þegar við þorum að segja frá meðan við erum jafnvel teknar úr verkefnum frekar en gerandinn. Sem betur fer eru fá skemmd epli í hópnum og við höfum unnið með frábærum mönnum sem hafa komið fram af jafnrétti og virðingu, við vonum innilega að þeir sem koma svona illa fram við kvenfólk líti í eigin barm og taki sig á því kynferðisleg áreitni og niðurlæging er óásættanleg. Við krefjumst þess að allir samstarfsmenn okkar taki ábyrgð á að uppræta vandamálið, að viðeigandi yfirvöld, stéttarfélög og fyrirtæki í karllægum iðnaðarstörfum komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundinni áreitni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.