19. júní - 19.06.2018, Page 46
44 | 19. júní 2018
Til forystu samtaka launafólks.
Að undanförnu hafa konur í
verkalýðshreyfingunni rætt saman í
lokuðum hópi og sagt frá kynbundinni
áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi
sem þær hafa orðið fyrir í vinnunni og
félagsstörfum innan hreyfingarinnar.
Umræðan hófst í kjölfar og í ljósi
#MeToo-byltingarinnar en fjöldi kvenna
hefur um allan heim stigið fram og rætt
slík brot gegn sér á vinnustað. Í hópnum
eru konur sem starfa eða hafa starfað
innan þeirra heildarsamtaka sem eru
viðtakendur þessa bréfs.
Um helmingur félagsmanna ASÍ
eru konur en innan BHM, BSRB og KÍ er
hlutfall kvenna á bilinu 70–81% eftir því
sem næst verður komist. Þrátt fyrir þetta
hallar almennt verulega á hlut kvenna í
valdastöðum innan aðildarfélaga og hjá
samtökunum sjálfum. Flestar kenningar
á sviði kynjafræði segja að kynferðisleg
áreitni snúist um vald, valdaleysi og
ójafnvægi.
Það hefur löngum verið vitað að
fjöldi einstaklinga sem verður fyrir slíkri
áreitni er mun meiri en þeir örfáu sem
leita til stéttarfélaganna. Hvers vegna
ætti staðan að vera öðruvísi innan
samtaka launafólks? Getur það verið að
kjarni vandans sé einmitt sá að tryggja
þurfi að öllu starfsfólki innan verka-
lýðshreyfingarinnar líði vel og út rýma
þurfi menningu sem byggir á valda-
ójafnvægi. Það þarf að bæta stöðu
kvenna innan verkalýðshreyfingarinnar
líkt og í öðrum starfsgreinum og sviðum
samfélagsins.
Hingað til hefur fylgt því mikil
skömm að vera þolandi áreitni eða
ofbeldis enda almennt ekki talið konum
til tekna að hafa verið þolendur í slíkum
málum. Þessi bylting er af sama toga og
barátta gegn heimilisofbeldi, Druslu-
gangan, umræðan á Beauty tips um
kynferðislega áreitni og #höfumhátt.
Það er jafn nauðsynlegt bæði
innan verkalýðshreyfingarinnar og utan,
að brugðist sé við vitundavakningunni
og skapað verði andrúmsloft þar sem
þolendur treysta sér til þess að segja
frá. Þannig þarf að liggja skýrt fyrir
m.a. hvaða ferli eru í gangi samkvæmt
reglugerð um aðgerðir gegn einelti,
kynbundinni áreitni, kynferðislegri
áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Enn
fremur að þolendur viti hvert þeir eiga
að leita ef slíkt kemur upp.
Meðal gagnrýnisradda á þessa
byltingu eru á þann veg að konur séu
að gera of mikið úr þessu. Vandamál
þess hugarfars er auðvitað fólgið í því
að það er ekki áhorfandans að meta
heldur þolandans. Þá gleymist einnig sú
staðreynd að staða kvenna er önnur en
karla, á vinnumarkaði og í samfélaginu.
Þannig eru dæmi um að konur séu
ítrekað áreittar sem veldur því að þær
upplifa þá hvert atvik sterkara fyrir vikið
þar sem þeirra reynsla er sú að þetta sé
ítrekað, þó að gerendur séu margir og
byggt á ólíkum tengslum.
Áhrifaþættir á jafnrétti á vinnu-
markaði og þar með laun eru nokkrir
en það sem m.a. hefur áhrif eru kyn-
skipt ur vinnumarkaður, völd og áhrif.
Konur í
verkalýðshreyfingunni