19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 49

19. júní - 19.06.2018, Page 49
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 47 #jöfnumleikinn Undanfarnar vikur hafa þúsundir íslenskra kvenna stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Um er að ræða hverja starfsgreinina á fætur annarri, þar sem kynbundið ofbeldi og misrétti er við lýði og hefur viðgengist óáreitt. Andlegt ofbeldi, kynferðisleg áreitni, kynferðislegt ofbeldi og líkam- legt ofbeldi gegn konum á sér einnig stað í íþróttum. Meðfylgjandi eru 62 frásagnir kvenna úr heimi íþróttanna af kyn bund- inni mismunun, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Ljóst er að kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun er vandamál í hinum karllæga íþróttaheimi Íslands líkt og á öðrum stöðum í samfélaginu. Eins og sjá má í frásögnum sem við birtum hér, er vandann að finna í framkomu þjálfara, stjórnarmanna, nuddara og sjúkraþjálfara, dómara, sjálfboðaliða, fjölmiðla, sem og hjá öðrum iðkendum. Mikið valdamisræmi er á milli iðkenda annarsvegar og þjálfara og annarra sem starfa í kringum íþróttina hinsvegar. Vandamálið er sérstaklega viðkvæmt þar sem stór hluti iðkenda eru börn og unglingar. Hvers konar ofbeldi og áreitni grefur undan sjálfstrausti, sjálfsvirðingu og vellíðan og fyllir þann sem fyrir því verður af skömm, sjálfs- ásökunum og ótta sem svo hefur áhrif á árangur. Stúlkur og konur eiga skilið að fá að iðka íþrótt sína í öruggu umhverfi og vera lausar við kynbundið misrétti og kynferðislega áreitni af öllum toga. Við setjum því niður fótinn og biðjum um leikhlé. Við sættum okkur ekki við mis- munun, ofbeldi eða áreitni og köllum eftir breytingum. Við krefjumst þess að málið sé tekið föstum tökum, að öll íþróttafélög, sérsambönd, þjálfarar og aðrir innan íþróttanna, líti í eigin barm og lofi stúlk- um og konum breytingum til frambúðar. Við krefjumst þess að umhverfi íþróttanna breytist, að konum sé gert kleift að segja frá ofbeldi án þess að það komi niður á framtíðarmöguleikum þeirra innan íþróttarinnar, að á þær sé hlustað, að með þeim sé staðið og að þeim sé trúað. Síðast en ekki síst krefjumst við þess að geta stundað íþróttir án þess að verða fyrir ofbeldi eða áreitni. #jöfnumleikinn Því miður eru fordæmi fyrir því að konur sem staðið hafa á rétti sínum og hafa látið vita af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, fá á sig orð fyrir að vera erfiðar í samstarfi með tilheyrandi útskúfun og óréttlæti, ef þá á annað borð sé tekið mark á orðum þeirra. Gerendur sem hafa verið reknir á einum stað eru einfaldlega ráðnir annars staðar. Að sama skapi eru dæmi um það að félög hafi ekkert gert í málunum þrátt fyrir að um brot geranda hafi verið upplýst. Konur í íþróttum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.