19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 50

19. júní - 19.06.2018, Page 50
48 | 19. júní 2018 #MeToo-byltingin á Íslandi hefur leitt til þess að fólk hefur opnað augun fyrir kynferðisofbeldi, mismunun og áreiti gagnvart konum. Konur úr ýmsum starfsstéttum hafa stigið fram og deilt frásögnum úr sínu vinnuumhverfi þar sem þær hafa orðið fyrir markvissu niðurbroti og kerfisbundinni misbeitingu valds af hálfu karlmanna. Konur hafa undanfarið staðið upp og krafist þess að samfélagið í heild sinni opni blinda augað sem snúið hefur að þessari stöðu. Kynbundin mismunun leiðir til misnotkunar og áreitis og því þurfa vinnuveitendur að setja sér áætlanir og hrinda í framkvæmd verkferlum sem tryggja jafnræði kynjanna. Við konur af erlendum uppruna sem búum hér á landi höfum átt erfitt með að finna okkur stað innan #MeToo- byltingarinnar. Fáar af þeim konum sem stigið hafa fram með sínar frásagnir hingað til, tilheyra þeim hópi. En er það vegna þess að við erum hafðar útundan eða kjósum við að standa hjá? Það er mikilvægt að við leitum svara við þeim spurningum og að við þorum að finna svörin við þeim. Það er ekki síður mikilvægt að skilja hvers vegna við þurfum að svara þessum spurningum, nú þegar konur hafa kosið að rjúfa þögnina, standa saman og treysta því að samfélagið leggi við hlustir og bregðist við hinni háværu umræðu með þungu undiröldunni. Frásagnir kvenna af erlendum uppruna eru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi. Hér á eftir fara frásagnir hugrakkra kvenna sem deila með okkur sínum veruleika. Við óskum einskis annars en að þær séu lesnar með virðingu fyrir því sem systur okkar, mæður, dætur og bestu vinkonur hafa upplifað og að hver og einn lesandi spyrji sig hvort hann/hún hefði getað brugðist öðruvísi við. Við óskum þess að við leitum leiða til þess að við sem samfélag getum stutt og styrkt konur af erlendum uppruna. Við óskum þess að hver og einn finni leiðir til að brjóta niður múra þagnar og hræðslu í þeim tilgangi að leggja sitt af mörkum við að skapa öruggan stað í samfélaginu fyrir konur sem þurfa á vernd og styrk að halda. Það er mikilvægt að setja á dagskrá ástæður fordóma, mismununar og niðurbrots sem konur af erlendum uppruna upplifa á Íslandi. Sumum okkar, sem hafa orðið fórnarlömb Konur af erlendum uppruna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.