19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 55

19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 55
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 53 #MeToo-byltingin er nú að koma því til leiðar sem hingað til hefur ekki unnist með lagasetningu um kynferðislega áreitni. Þessi fjöldahreyfing gegn kyn- ferðis ofbeldi – þessi fordæmalausa alda fólks sem hefur hátt í hefðbundnum miðlum og á samfélagsmiðlum – er við það að rífa niður tvær helstu hindr an- irnar í vegi þess að binda enda á kyn- ferðis ofbeldi í réttarkerfinu og lífinu almennt, vantrú á þolendur og þá afmennskun sem gerir lítið úr þeim. Lögin um kynferðislega áreitni – þau fyrstu sem fjölluðu um kyn- ferðisofbeldi á forsendum kynja misrétt- is – sköpuðu forsendurnar fyrir þessari byltingu. Þó hafa gerendur almennt getað treyst á að neitun þeirra og fálætið gagnvart þeim sem saka þá um verknaðinn hlífi þeim við afleiðingum. Margir þolendur hafa réttilega talið það tilgangslaust að kæra ofbeldi. Kærum hefur iðulega verið vísað frá með einhverri útgáfu af klisjunum „hún var ekki trúverðug“ eða „hún vildi þetta“. Þessu fylgdist ég með, áratugum saman, í málum er tengdust kynferðisofbeldi á háskólasvæðum; dæmigert var að þrjár eða fjórar konur þyrftu að tilkynna ofbeldi af hendi sama mannsins til að molna tæki undan andmælum hans. Þegar trúverðugleikinn var metinn taldist kona því ígildi fjórðungs úr manneskju. Jafnvel þegar konu var trúað hafði ekkert sem hann hafði gert henni jafn mikið vægi og það sem gert yrði við hann ef brot hans væru tekin alvarlega. Gildi hans sem manneskju vóg þyngra en hennar kynvædda einskisvirði. Ferill hans, mannorð, andleg og tilfinningaleg ró og eigur skiptu máli. Ekki hennar. Á vissan hátt var enn verra að vera trúað þegar það skipti engu hvað hann hafði gert. Það þýddi að hún skipti engu máli. Þetta valdaójafnvægi hefur við- haldið kerfi þar sem karlmenn hafa þeim mun meiri kynferðislegan aðgang eftir því sem þeir eru valdameiri. Það er útbreidd trú fólks að þegar eitthvað er bannað með lögum líði það að mestu undir lok. Vera má að það gildi um óvenjulegar gjörðir en það á ekki við um brot sem gegnsýra samfélagið og eru innbyggð í stigveldisskipan þess, svo sem kynferðisofbeldi, þar með talda nauðgun. Jafnrétti til launa hefur verið bundið í lög um áratuga skeið en tíðkast þó ekki enn. Mismunun á grundvelli húðlitar er að nafninu til ólögleg í ýmsum myndum en þó verður fólk enn fyrir henni. Ef sama menningarlega misréttinu er leyft að viðgangast innan réttarkerfisins og einkennir þá hegðun sem lögin banna verður kerfisbundið barist gegn öllum tilraunum til að koma á jafnrétti, svo sem lagasetningu gegn kynferðislegri áreitni. Loks er verið að höggva á þennan hnút sem hefur svo lengi lamað réttarfarsleg úrræði við kynferðisofbeldi. Opinberlega skora nú konur hástöfum á hólm hið kerfisbundna kvenhatur, ásamt kynvæddu kynþáttahatri og stétta mis- rétti. Munurinn er sá að valdhafar eru farnir að hlusta. Valdamiklir einstaklingar, stofn- anir og fyrirtæki taka kynferðis ofbeldi nú loks alvarlega og beita sér gegn því sem aldrei fyrr. Þolendur dagsins í dag eru ekki lengur lygarar, ekki lengur einskis virði, og barátta þeirra hefur afleiðingar sem enginn þeirra hefði getað náð fram með málshöfðun – að hluta til vegna þess að bandarískt réttarkerfi leyfir ekki kröfur á hendur einstaka gerendum, en aðallega þó vegna þess að nú er þeim trúað og þeir metnir að verðleikum, sem réttarkerfið hefur sjaldnast gert. Þetta hafa konur bent á árum saman. Það eru viðbrögðin sem hafa breyst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.