19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 59

19. júní - 19.06.2018, Page 59
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 57 #MeToo-umræðan sem hefur geis- að síðustu misserin hefur gjörbylt því hvernig almenningur lítur á kynbundna og kynferðislega áreitni ásamt öðru kyn ferðis legu ofbeldi á vinnumarkaði. Konur hafa síðustu áratugi reynt að vekja athygli á því misrétti sem hefur ríkt á vinnumarkaðnum en svo virðist sem það sé fyrst núna í kjölfar #MeToo-byltingarinnar, eftir að þúsundir – tugþúsundir – kvenna hafa deilt reynslusögum sínum, að sam félagið taki þetta mál alvarlega. #MeToo-frásagnirnar hafa varpað skýru ljósi á bæði samfélagslegt vandamál sem birtist í áreitni og ofbeldi sem og valdamisvægi og muninn á stöðu kvenna og karla. Áreitni á vinnumarkaði er ekki ný af nálinni og stjórnvöld hafa reynt að stemma stigu við þessu ofbeldi með ýmsum hætti. Til dæmis hafa verið sett lög sem banna áreitni og misrétti og atvinnurekendum ber rík skylda til að koma í veg fyrir að starfsfólk þeirra verði fyrir því. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vera meðvituð um réttindi okkar, að þekkja hvaða lagalega rétt við höfum til að vera örugg og búa við jafnrétti á vinnustaðnum. Einnig þurfum við að þekkja rétt okkar ef við verðum fyrir kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnumarkaði. Í þessari grein ætla ég að fara yfir réttindi starfsfólks þessu tengd, reyna að varpa skýrara ljósi á hvaða hegðun er bönnuð samkvæmt lögum, birtingarmyndir hennar og hvaða rétt starfsfólk á samkvæmt lögum til að búa við jafnrétti og öryggi á vinnustaðnum. Loks mun ég fjalla um afleiðingar áreitni og ofbeldis, hvert leita má eftir stuðningi og hvað hver og einn getur gert til að leggja umræðunni lið. Hvað er kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni? Eftirfarandi skilgreiningar er að finna í lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (hér eftir nefnd jafnréttislög) og reglugerð nr. 1009/2015, um aðgerðir gegn einelti, kyn ferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum (hér eftir nefnd reglugerðin). Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg. Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis. Upplifun okkar getur verið mis- munandi og vinnustaðamenning sömu- leiðis. Samkvæmt skilgreiningunum er ljóst að upplifun þess sem fyrir hegð- uninni verður sker úr um hvort um áreitni eða ofbeldi er að ræða. Ein helsta gagnrýnin á #MeToo-umræðuna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.