19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 63
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 61
Margir telja að skylda atvinnu-
rekanda til að bregðast við sé eingöngu
ef hann fær skriflega kvörtun frá þolanda
þar um. Samkvæmt reglugerðinni hvílir
hins vegar sama skylda til aðgerða
óháð því hvernig atvinnurekandi fær
upplýsingar, hvort sem vitni lætur vita eða
hann verður sjálfur var við samskipti sem
eru eða gætu leitt til áreitni eða ofbeldi.
Ef atvinnurekendur bregðast ekki
strax við áreitni eða ofbeldi eða með
röngum hætti getur það leitt til þess að
þeir þurfi að greiða þolendum bætur
vegna þess tjóns sem þeir hafa valdið.
Dæmi þar um er að neikvæðar afleiðingar
hafi orðið meiri fyrir einstaklinginn en
þær hefðu þurft að vera. Birtingarmyndir
þess eru fjölbreyttar en eitt dæmi er
andleg og líkamleg vanlíðan.
SKyLDUR STARFSMANNA
Það er óheimilt að leggja sam-
starfsfólk í einelti, áreita það kynbundið
eða kynferðislega og beita ofbeldi á
vinnustað.
Ef starfsmaður telur sig verða
fyrir eða hafa orðið fyrir áreitni
eða ofbeldi ber honum skylda til að
upplýsa atvinnurekanda eða vinnu-
verndarfulltrúa um það. Tilgangurinn er
að atvinnurekandi geti brugðist við og
verndað starfsfólk sitt fyrir endurtekinni
áreitni og ofbeldi.
Ef starfsmaður verður vitni að
slíkri hegðun gagnvart samstarfsfólki,
eða hefur rökstuddan grun eða
vitneskju um slíkt, ber honum líka
að láta atvinnurekanda eða vinnu-
verndarfulltrúa vita, af sömu ástæðu.
Samfélagslegar
• Misrétti
• Kynbundinn
launamunur
• Aukin útgjöld vegna
velferðarmála
• Heilbrigðisþjónustu-
og lyfjakostnaður
• Lægri verg
þjóðarframleiðsla
Fyrir vinnustaði
• Fjarvera og veikindi
• Aukin
starfsmannavelta
• Minni afköst
starfsmanns
• Slæmur starfsandi og
minni hvati
• Bætur og kostnaður,
s.s. vegna aðstoðar
sálfræðinga og
lögmanna
• Missir viðskiptavildar
og skaðleg áhrif á
orðspor
einstaklingsbundnar
• Léleg líkamleg og
andl eg heilsa
• Streita, kvíði og
þunglyndi
• Lágt sjálfsmat
• Niðurlæging og
skömm
• Pirringur og reiði
• Lítil starfsánægja
• Tekjutap
Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni
Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldis geta verið
margvíslegar, bæði fyrir einstakling, vinnustaði og samfélagið allt.
K
ve
nn
af
rí
2
01
6.
M
yn
d:
A
rn
þó
r
Bi
rk
is
so
n