19. júní - 19.06.2018, Side 64
62 | 19. júní 2018
Hvar getur fólk leitað
stuðnings?
Fjölmargar stofnanir og aðilar geta
veitt ráðgjöf og stuðning, bæði í tengsl-
um við fyrirbyggjandi aðgerðir sem og
ef starfsfólk hefur orðið fyrir áreitni eða
öðru ofbeldi á vinnustað. Þar má nefna
stéttarfélag viðkomandi, Jafn réttisstofu,
Vinnueftirlitið og Bjarkar hlíð – miðstöð
þolenda ofbeldis.
eFTIRFyLgNI MÁLA gAgNVART
ATVINNUReKANDA
Algengast er að leitast sé við að
leysa mál innan vinnustaðarins. Gangi
það ekki eftir eru nokkrar aðrar leiðir
færar. Jafnréttisstofa og stéttarfélög
geta stutt einstakling með því að
fylgja málum eftir fyrir kærunefnd
jafnréttismála en hún hefur það hlutverk
að kveða upp skriflegan úrskurð um
hvort ákvæði jafnréttislaga hafi verið
brotin. Niðurstaða kærunefndarinnar er
bindandi sem þýðir að atvinnurekandi
verður annaðhvort að hlíta úrskurði
nefndarinnar og bregðast við í samræmi
við hann eða að leggja málið fyrir
dómstóla til úrlausnar innan tiltekins
tímafrests. Stéttarfélög gætu jafnframt
að loknu mati á aðstæðum ákveðið að
styðja einstaklinginn í að leggja mál
fyrir dómstóla og það sama gildir ef
aðstæður eru metnar svo að brotið
hafi verið í bága við áðurnefnda
reglugerð. Þessar leiðir fela í sér að
málið beinist gegn atvinnurekanda en
ekki meintum geranda. Rétt er að benda
á að Vinnueftirlitið úrskurðar ekki
um hvort tiltekin hegðun teljist vera
áreitni eða ofbeldi en fylgir því eftir að
unnið sé í samræmi við reglugerðina á
vinnustaðnum.
eFTIRFyLgNI MÁLA gAgNVART
MeINTUM geRANDA
Jafnframt má kæra kynferðislega
áreitni, ofbeldi og blygðunarsemisbrot
(hegðun sem er til þess fallin að
særa blygðunarsemi manna, t.d.
gægjur eða berháttun) til lögreglu
og þá beinist málið gegn meintum
geranda. Þetta eru brot sem varða við
almenn hegningarlög og geta varðað
fangelsisdómi. Ljóst er af skilgreiningu
hegningarlaga um kynferðislega
áreitni að lögin taka til alvarlegri tilvika
en fjallað er um í jafnréttislögum og
reglugerðinni en þar segir að hún
felist m.a. í því að strjúka, þukla
eða káfa á kynfærum eða brjóstum
annars manns innan klæða sem utan
og táknrænni hegðun eða orðbragði
sem er meiðandi, ítrekað eða til þess
fallið að vekja ótta. Hjá Bjarkarhlíð
geta einstaklingar sem hafa orðið fyrir
kynferðislegri áreitni eða öðru ofbeldi
fengið ráðgjöf og upplýsingar. Þar er
veitt samhæfð þjónusta mismunandi
stofnana og samtaka í hlýlegu og
öruggu umhverfi.
Hvernig breytum við
menningunni?
Algengasta ástæða þess að fólk
stígur ekki fram í kjölfar áreitni er
að það telur að því verði ekki trúað,
að ekki verði hlustað á það og ekki
brugðist við með viðeigandi hætti. Já-
kvæð vinnustaðamenning, góð stjórnun
og samskipti við næsta stjórn anda geta
haft mikil áhrif á það hvort fólk treysti
sér almennt til að stíga fram og verið
besta forvörnin gegn því að áreitni eða
ofbeldi eigi sér stað.
Það er enginn vafi á því að hvers
kyns samskipti eða hegðun á vinnustað
sem lætur einstaklingi líða illa er þess
virði að upplýst sé um slíkt. Við eyðum
stórum hluta dagsins á vinnustaðnum
og aðstæður þar eiga aldrei að vera
með þeim hætti að þær hafi neikvæð
áhrif á okkur. Áreitni og ofbeldi eru
aldrei vandamál þolandans heldur
vinnustaðarins.