19. júní - 19.06.2018, Side 65
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 63
Á nýlegum fyrirlestri Cynthiu
Enloe alþjóðastjórnmálafræðings og
rannsókna prófessors við Clark-háskóla
í Bandaríkjunum, sem haldinn var í Há-
skóla Íslands 2018, sagði hún að and-
staðan við #MeToo-byltinguna birtist
einna helst í því að margir kalli eftir
aðgreiningu á kynbundinni og kyn-
ferðislegri áreitni.
Hér á Íslandi hafa þær raddir
heyrst að mikilvægt sé að bregðast við
kynferðislegri áreitni sem felist t.d. í
káfi, ruddalegu orðbragði eða álíka
framkomu sem almennt ríkir þekking
á að ekki sé tilhlýðileg. Á hinn bóginn
hefur komið fram í umræðunni, beint
og óbeint, að ekki sé jafn mikilvægt
að bregðast við t.d. kynbundnu gríni,
niðurlægingu eða misrétti. Cynthia
benti á að þetta væri allt hluti af sömu
menningunni og að það sé tenging
þarna á milli. Við breytum menningunni
með því að taka ekki þátt í slíkri hegðun
og hætta allri meðvirkni. Meðfylgjandi
píramídi setur þessa hugleiðingu upp
á myndrænan hátt. Markmiðið á að
vera að breyta skilningi samfélagsins á
hvað sé eðileg og tilhlýðileg hegðun og
endurskilgreina mörkin.
Önnur leið til að stuðla að breyt-
ingum væri að taka efni þessarar greinar
eða annað fræðsluefni til umræðu
á vinnustaðnum. Ef atvinnu rekandi
framfylgir ekki þeirri lagaskyldu sem
hefur verið fjallað um hér að framan er
lesandi hvattur til að taka málið upp á
sínum vinnustað, t.d. með aðstoð eða
aðkomu trúnaðarmanns, stéttarfélagsins
eða eftirlitsstofnananna Jafnréttisstofu
eða Vinnueftirlitsins.
Tökum saman höndum, höfum hátt,
og breytum menningunni! #MeToo!
Nauðgun
Lyfjanauðgun
Kynferðisleg misnotkun
Þvingun
Stafrænt kynferðisofbeldi Káf
Taka myndbönd og myndir án samþykkis
Druslusmánun Eltihrella
Bera sig án samþykkis/ dreifa myndum án samþykkis
Óumbeðnar typpamyndir
Flauta á eftir konum Snertingar án samþykkis (ekki kynferðislegar)
„Strákar eru bara strákar“ Nauðgunarbrandarar Búningsklefabrandarar
Umburðarlyndi gagnvart hegðun í neðsta hlutanum styður við hegðun
þegar ofar kemur.
Breytum menningunni.
Ekki sitja hjá ef þú verður vitni að svona hegðun.
Árás - Að brjóta niður - Að telja eðlilegt
Starfsgreinasamband Íslands þýddi nýlega 4. útgáfu nauðgunarpíramídans.
Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.11thprincipleconsent.org