19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 69
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 67
M
yn
d
: s
h
u
tt
er
st
o
ck
.c
o
m
viðurkennd hegðun meðal karla að tala
niður til kvenna með ákveðnum hætti
og sýna þeim kynferðislega ágengni, til
dæmis að það sé sjálfsagt að reyna við
þær með þrálátum hætti þrátt fyrir að
þær hafi gefið til kynna áhugaleysi og
afsvar, að það sé nú allt í lagi að karlar
káfi svolítið á konum og klípi svona hér
og þar, skyldi þeim detta það í hug, að
það sé nú bara fyndið að klæmast við
undirmenn sína við aðstæður þar sem
þeir upplifa sig fullkomlega valdalausa
o.s.frv. Þarna undirliggjandi er að
túlkunarreglurnar eru settar af þeim
sem hafa meira vald og sem hafa aldrei
þurft að setja sig í spor þeirra sem
hafa minna vald. Samkvæmt þessum
reglum eru konur, sem undirskipaður
hópur, ekki fyllilega virðingarverðir
eða trúverðugir við mælendur og vita
ekki almennilega hvað þær vilja: „Nei
er meyjar já.“ Afleiðingin verður að
konur lenda oft sjálfar í vandræðum
með að túlka það sem gerist sem áreitni
því þær verða samdauna því samfélagi
sem virðir ekki rétt þeirra til að setja sín
eigin mörk.
#MeToo sem andóf
við þekkingarlegu
ranglæti
Spænski heimspekingurinn José
Medina hefur fjallað um viðbrögð og
andóf gegn þekkingarlegu rang læti.
Hann segir að þeir sem eru í valda -
stöðu séu oft haldnir einhvers konar
doða eða tilfinningaleysi gagn vart
að stæð um annarra, sem skili sér svo
í þekkingarlegu ranglæti á borð við
bæði túlkunarranglæti og vitnis burðar -
rang læti. Samkvæmt Medina er þar um
að ræða bæði skilningsleysi á félags-
legum aðstæðum og samhengi, eða
sam félagslega fáfræði, og fáfræði um
eigin stöðu í heiminum. Þannig þurfi
sá sem er í valdastöðu og vill bæta sig
í þessum efnum í raun að lagfæra hvort
tveggja hjá sér. Hann nýtur þeirra for-
réttinda að „þurfa ekki að vita“ um
ákveðna hluti sem er bara til vandræða
og óþæginda fyrir hann að setja sig
inn í og vita eitthvað af. Þau sem eru
í undirskipaðri stöðu hafa hins vegar
ekkert val, þau komast ekkert hjá því