19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 70

19. júní - 19.06.2018, Page 70
68 | 19. júní 2018 að þekkja aðstæður sínar, en eiga því hins vegar að venjast að það þyki ekkert merkilegt eða áhugavert og stundum sé hreinlega óviðeigandi að draga þær fram. Medina fjallar um mikilvægi samstöðuhreyfinga til að fella það sem hann kallar þekkingarveldi (e. epistemic regimes) og eins talar hann um að andóf sé nauðsynlegt lýðræðinu. #MeToo-átakið sem hófst fyrir nokkrum mánuðum og sem ég vona að sjái ekki fyrir endann á er gott dæmi um notkun samstöðu til að and- æfa þekkingarlegu ranglæti. Í kjöl- far yfirlýsinga einstaklinga í stöðu- uppfærslum á samfélagsmiðlum fóru ýmsir faghópar og aðrir hagsmunahópar kvenna að taka sig saman og senda út yfirlýsingar. Þessar yfirlýsingar hafa myndað þrýsting um aðgerðir, í einhverjum tilvikum í þá veru að ákveðnum mönnum hefur verið vikið úr starfi, en þau skilaboð sem eru mikilvægust eru krafan um að þessi mál séu tekin alvarlega og að það sé hlustað. Þar skiptir fjöldinn og samstaðan gríðarlega miklu máli. Ein manneskja sem upplifir að hún sé lítilsvirt og smánuð og ekki sé tekið mark á henni er ekki í aðstöðu til að sýna andóf einsömul og hjálparlaust. Hún getur vissulega reynt en líkur standa einmitt til þess að ekkert sé á hana hlustað. Mun erfiðara er að hunsa skilaboð og kröfur frá stórum fjölda. Auk þess upplifum við í fjöldanum stuðninginn hver frá annarri sem er mikilvægari en flest annað og nokkuð sem konur hafa fundið sterkt fyrir á undanförnum mánuðum. Það verður engin samstaða út á við án samstöðu innan frá. Það er þar sem konur finna fyrst að hlustað sé á frásagnir þeirra, tekið mark á þeim, að fleiri hafi líkar sögur að segja og hlutir séu settir í samhengi. Hinu viðtekna túlkunarsamhengi, þar sem yfirgangur karla gagnvart konum telst ekki vera áreitni eða ofbeldi, er andæft og búið er til rými þar sem konur njóta fullrar virðingar, fullt mark er tekið á frásögnum þeirra og gengið er út frá að þekking þeirra sé mikilvæg og áhugaverð. Hins vegar er mikil vinna fram undan. Það þarf að fella þekkingarveldið og byggja upp annað í staðinn.  Heimildir • Fricker, Miranda. Epistemic Injustice: Power and the Ethics of Knowing. Oxford: Oxford University Press, 2007. • Medina, José. The Epistemology of Resistance: Gender and Racial Oppression, Epistemic Injustice, and Resistant Imaginations. Oxford: Oxford University Press, 2013. • Spivak, Gayatri Chakravorty. Can the Subaltern Speak? Basingstoke: Macmillan, 1988.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.