19. júní - 19.06.2018, Side 73
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 71
Síðastliðinn pálmasunnudag var
gjörningurinn Aqua María fluttur í sam-
komusal Neskirkju undir handleiðslu
Gjörningaklúbbsins. Um var að ræða
innsetningu, flutning á kórverki,
hugvekju og þátttökugjörning.
Svona samsett verk eru ekki óalgeng
þegar Gjörningaklúbburinn er annars
vegar. Flest verk hans eru fjölþætt
og þverfagleg og mætti helst líkja
við örleikrit sem eru undir áhrifum
töfraraunsæis en hafa jafnframt beitta
samtímalega skírskotun. Gjörninga-
klúbburinn hefur verið starfræktur frá
árinu 1996 og hafa þær Eirún og Jóní
myndað kjarna hans frá upphafi ásamt
Sigrúnu Hrólfsdóttur en hún hefur
þó verið í leyfi frá klúbbnum frá árinu
2016. Ég heimsótti þær Eirúnu og Jóní
á vinnustofu þeirra við Reykjavíkurhöfn.
Með sjóinn í bakgarðinum og rjúkandi
hveravatn í bollunum hófum við að
ræða um vinnuferla Gjörningaklúbbsins,
tilurð Aqua María, vanahugsun og
straumhvörf hugmynda í nútíð og fortíð
á öld vatnsberans.
Hvað varð til þess að þið völduð
gjörningaformið upphaflega?
Jóní: „Við byrjuðum þegar við
vorum allar á lokaárinu í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands ‘96. Þá gerðum við
okkar fyrsta gjörning saman, ég, Eirún
og Sigrún. Ástæðan fyrir því að við fórum
í gjörningaelementið var margþætt.
Það var bæði að aðrir nemendur voru
að gera gjörninga og okkur fannst það
áhugavert. Svo vorum við líka beðnar
um að taka þátt í gjörningum eftir aðra
listamenn þannig að það má segja að
við höfum smitast af bakteríunni. Svo
fannst okkur þetta listform spennandi
og pínulítið hættulegt.“
Eirún: „Já, hættulegt og líka svolítið
vandræðalegt. Það er oft svo gott ef það
er eitthvað sem maður er með fordóma
fyrir að prófa að gera það sjálfur. Okkur
fannst þetta líka spennandi, að vera á
staðnum, vera alveg í beinu sambandi
við áhorfandann. Ekki bara koma og
hengja eitthvað upp á vegg heldur vera
í þessu og finna viðbrögðin strax. Oft
erum við að gera einhverja hluti eða
verk sem er hægt að gera eitthvað við.“
Jóní: „Það er einhver gjörningur í
þeim. Við gerum skúlptúr sem hægt er að
fara í og getur verið á mörgum stöðum
eða talar einhvern veginn. Ekki bara, eins
og þú segir, að hengja eitthvað upp á
vegg heldur er það líka nothæft. Það er
performatíft element í verkunum.“
Nú eruð þið einungis konur í
klúbbnum og hafið alltaf verið. Þið hafið
unnið mikið með fólki úr ólíkum áttum
en þið virðist halda þessum kjarna. Hefur
aldrei neitt annað komið til greina?
Jóní: „Það er svolítið krúttlegt að
við erum ekki bara konur heldur erum
við líka allar elstar í syskinahópnum
okkar og erum allar búnar að missa brot
úr framtönn.“ Eirún flissar. Jóní: „Eins og
Björgvin Halldórsson.“ Þær hlæja báðar.
Jóní: „En þetta er í rauninni ótrúlegt. Og
kannski er það eitthvað við það að vera
elst sem fer líka inn í samstarfið og er
hluti af því af hverju við erum búnar að
vinna svona lengi saman. Kannski erum
við eins og systur eða systkinahópur?“
Eirún tekur við og útskýrir hvernig
samstarfið hafi breyst eftir að Sigrún fór
í starfsleyfi: „Við erum miklu meðvitaðri
um að fá annað fólk inn í samstarfið. Við
leggjum til þræðina en fáum fólk inn í
meira skapandi starf með okkur fyrr í
ferlinu í staðinn fyrir að biðja einhvern
um að gera eitthvað ákveðið síðar.
Þannig að kannski með því að verða
tvær urðum við miklu fleiri.“
Jóní: „Maður reynir að skipta
hlut unum svolítið upp, það gerir vinn-
una skemmti legri. Maður græðir líka
svo mikið á því, það er lærdómur að
vinna með öðrum, fá þannig innsýn
inn í hvernig annað fólk vinn ur og bara
samtal um hluti.“