19. júní


19. júní - 19.06.2018, Side 74

19. júní - 19.06.2018, Side 74
72 | 19. júní 2018 Við víkjum talinu aftur að upp- runalegu spurningunni um hvort það hefði aldrei komið til greina að taka fleiri aðila inn í hópinn. Jóní: „Í rauninni, samkvæmt lögum og reglum Gjörningaklúbbsins, sem eru skráð, þá erum við einu meðlimir Gjörningaklúbbsins og enginn annar má ganga í hann.“ Eftir rúmlega tveggja áratuga samstarf gæti einnig reynst erfitt að finna nýjum meðlim stað í Gjörningaklúbbnum, eins og Eirún útskýrir: „Við höfum líka deilt öllu einhvernveginn, það hefur alltaf verið þannig að það er aldrei einhver ein sem á hugmyndina og það er ekki gefið upp hver gerir hvað.“ Jóní: „Það er engin ein sem ræður, engin ein sem sér um peningana.“ Eirún: „Flatur strúktúr. Það hefur verið ógeðslega mikilvægt að halda því, allavega út á við. Við vitum að við skiptum með okkur verkum innan hópsins.“ Jóní bætir við: „Fyrir utan að það gerir hlutina bara leyndardómsfyllri fyrir aðra ef maður pælir í því.“ Þær kíma. Eins og lesa má vegur samvinna þungt í verkum hópsins, hvort sem litið er til innra samstarfs eða ytri áhrifavalda. Aqua María er þar engin undantekning. Gjörningurinn samanstóð af flutningi á hugvekju, eða predikun, eftir Gjörningaklúbbinn sem þær kalla Maríuspjallið úr Nýjasta testamentinu og flutningi á Ave Maria eftir bæði Franz Schubert og Sigvalda Kaldalóns sem Ólafur Björn Ólafsson hafði útsett fyrir kór við nýjan texta Gjörningaklúbbsins. Kórverkið var flutt af Kvennakórnum Hrynjandi undir stjórn Jóns Svavars Jósefssonar við undirleik Hafdísar Pálsdóttur. Í salnum var einnig innsetning sem samanstóð af myndum, stærðarinnar klaka, tónskál og þó- nokkrum sítrónum. Við færum okkur yfir í Maríuspjallið sem þið fluttuð á boðunardegi Maríu. Getið þið sagt mér aðeins frá upptökum Aqua María? Jóní: „Við gerðum gjörninga- trílógíu á síðasta ári sem heitir Maríurnar. Trílógían var upphafið að Aqua Maríu vegna þess að í ferlinu birtist hún okkur hérna á vinnustofunni, sjálf Aqua María, og við fengum eiginlega bara svona vitrun.“ Jóní heldur áfram: „Hún fæðist í þriðja hluta trílógíunnar en þá er öll þessi umræða um #MeToo-byltinguna í ljósum logum.“ Eirún: „Við upplifðum þetta þannig að við hefðum fengið styrk í því sem við vorum að hugsa.“ Þær útskýra að þær hafi á þessum tíma rætt mikið um það að María hafi í raun aldrei verið spurð, aldrei verið gefinn kostur á að tjá sig um það hvort hún hefði áhuga á þessu hlutverki. Þessar pælingar hafi verið undirliggjandi í Maríu-trílógíunni en á óræðan hátt. Þegar þeim hafi nokkru síðar verið boðið að sýna í Neskirkju hafi þær hins vegar ákveðið að láta gjörninginn M yn d : M ar íu rn ar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.