19. júní - 19.06.2018, Page 75
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 73
M
yn
d
: M
ar
íu
rn
ar
hverfast um þetta og að þungamiðja
hans yrði nokkurs konar predikun.
Hana vildu þær nota til að segja frá
hugmyndum sínum umbúðalaust enda
hafi markmið hennar verið að varpa
ljósi á söguna og þá tilhneigingu fólks
að meðtaka hefðbundna söguskoðun
gagnrýnislaust. Þetta segja þær að hafi
jafnframt verið umfjöllunarefni þeirra í
Maríu-trílógíunni.
Jóní: „Í fyrsta hluta trílógíunnar
tókum við risastórt deig upp úr
hjólbörum og settum á langborð og
fengum alla í salnum til að koma og
hnoða með okkur. Það varð líka til marks
um hvernig fólk fer bara inn í hlutina án
þess að það sé mikið að hugsa hvað sé
verið að boða eða hvers vegna það sé
búið að segja þessa sögu í næstum því
2000 ár án þess að nokkur segi neitt.
Hún hnoðast bara áfram.“
Eirún: „Þetta er svona menning-
ar legt hnoð. Verið að hnoða í mann
allskonar hugmyndafræði sem maður
borðar og drekkur te með eða
eitthvað. En við erum líka svo heppin
að búa í samfélagi þar sem það má
ennþá spyrja spurninga og það er hægt
að gagn rýna og maður er ekki bara
settur í fangelsi.“ Jóní bætir við: „Við
búum í vernduðu umhverfi.“ Eirún:
„Og erum ennþá verndaðri innan
menningarinnar. Eiginlega óþægilega
vernduðu, þar er það eiginlega komið
út í afskiptaleysi.“
Það er áhugavert að nota
hugmyndina um boðun Maríu sem
nokkurs konar menningarsögulegan
upphafspunkt sem síðan megi rekja
svo margt aftur til, hvort sem það er
hugarfar eða hegðun, t.d. það að ganga
á líkama einhvers eða að biðja ekki um
leyfi. Eru þetta skilaboðin sem þið vilduð
vekja athygli á?
Eirún: „Í Aqua María gjörningnum
já. Þetta var bara ... hvað var það sem
Sigga Björg [Sigurðardóttir] kallaði þetta
áðan?“ Jóní svarar: „Heimsviðburður
í Vesturbænum.“ Eirún: „Að skila
formlega þessari skömm þarna upp til
Guðs. Fyrir hönd allra kvenna í rauninni
og fólks almennt. Því við tölum um að
allir séu Aqua María. Það er spurning um
þennan kraft, að finna kraftinn í sér.“
Þær eru sammála því að tími
endurskoðunar sé runninn upp. Jóní:
„Það þarf eiginlega að gera nýja
tímalínu. Kannski Nýjasta testamentið
sé upphafið á nýrri tímalínu! Að það
sé bara nýr kafli þar sem Guð tekur við
umræðunni og ábyrgðinni og breyti
stöðu mála. Það er svolítið fallegt að í
rannsóknunum okkar komumst við að
því að á hebresku þýðir María meðal
annars „rebellion“ eða uppreisn, „mar“
er náttúrulega sjór, haf.“