19. júní


19. júní - 19.06.2018, Síða 75

19. júní - 19.06.2018, Síða 75
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 73 M yn d : M ar íu rn ar hverfast um þetta og að þungamiðja hans yrði nokkurs konar predikun. Hana vildu þær nota til að segja frá hugmyndum sínum umbúðalaust enda hafi markmið hennar verið að varpa ljósi á söguna og þá tilhneigingu fólks að meðtaka hefðbundna söguskoðun gagnrýnislaust. Þetta segja þær að hafi jafnframt verið umfjöllunarefni þeirra í Maríu-trílógíunni. Jóní: „Í fyrsta hluta trílógíunnar tókum við risastórt deig upp úr hjólbörum og settum á langborð og fengum alla í salnum til að koma og hnoða með okkur. Það varð líka til marks um hvernig fólk fer bara inn í hlutina án þess að það sé mikið að hugsa hvað sé verið að boða eða hvers vegna það sé búið að segja þessa sögu í næstum því 2000 ár án þess að nokkur segi neitt. Hún hnoðast bara áfram.“ Eirún: „Þetta er svona menning- ar legt hnoð. Verið að hnoða í mann allskonar hugmyndafræði sem maður borðar og drekkur te með eða eitthvað. En við erum líka svo heppin að búa í samfélagi þar sem það má ennþá spyrja spurninga og það er hægt að gagn rýna og maður er ekki bara settur í fangelsi.“ Jóní bætir við: „Við búum í vernduðu umhverfi.“ Eirún: „Og erum ennþá verndaðri innan menningarinnar. Eiginlega óþægilega vernduðu, þar er það eiginlega komið út í afskiptaleysi.“ Það er áhugavert að nota hugmyndina um boðun Maríu sem nokkurs konar menningarsögulegan upphafspunkt sem síðan megi rekja svo margt aftur til, hvort sem það er hugarfar eða hegðun, t.d. það að ganga á líkama einhvers eða að biðja ekki um leyfi. Eru þetta skilaboðin sem þið vilduð vekja athygli á? Eirún: „Í Aqua María gjörningnum já. Þetta var bara ... hvað var það sem Sigga Björg [Sigurðardóttir] kallaði þetta áðan?“ Jóní svarar: „Heimsviðburður í Vesturbænum.“ Eirún: „Að skila formlega þessari skömm þarna upp til Guðs. Fyrir hönd allra kvenna í rauninni og fólks almennt. Því við tölum um að allir séu Aqua María. Það er spurning um þennan kraft, að finna kraftinn í sér.“ Þær eru sammála því að tími endurskoðunar sé runninn upp. Jóní: „Það þarf eiginlega að gera nýja tímalínu. Kannski Nýjasta testamentið sé upphafið á nýrri tímalínu! Að það sé bara nýr kafli þar sem Guð tekur við umræðunni og ábyrgðinni og breyti stöðu mála. Það er svolítið fallegt að í rannsóknunum okkar komumst við að því að á hebresku þýðir María meðal annars „rebellion“ eða uppreisn, „mar“ er náttúrulega sjór, haf.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.