19. júní


19. júní - 19.06.2018, Síða 76

19. júní - 19.06.2018, Síða 76
74 | 19. júní 2018 Það er líka alltaf talað um „waves’“ á ensku, „feminist waves“. Eirún: „Já bylgjur, fyrsta, önnur, þriðja bylgja og hvað svo sem maður vill kalla þessa bylgju. Jóní: Aqua María bylgjuna.“ Eirún: „Allar þessar bylgjur, straumar og stefnur. Þetta með vatnið er svo skýrt, af því að vatnið er ekki alltaf stillt og slétt, það er líka rosalega kröftugt. Þess vegna vildum við í upphafi gjörningsins gefa öllum einn dropa í lófann og biðja þau að passa hann, af því að dropinn holar steininn. Vatnið er svo sterkt, það getur frosið, drepið fólk og mótað.“ Þegar áhorfendur gengu inn í Neskirkju urðu þeir strax þátttakendur í gjörningnum. Jóní og Eirún tóku á móti hverjum og einum í anddyrinu og spurðu hvort þær mættu setja dropa í annan lófann. Í kjölfarið bentu þær gestum á að passa dropann vel og voru þeir svo leiddir inn í salinn. Að predikuninni og kórsöngnum loknum báðu þær áhorfendur að stíga fram ef þeir þekktu manneskju sem héti María. Smám saman myndaðist röð af fólki og með dropann í lófanum lagði það hendurnar á klakann og þvoði skömmina burt í sameiningu. Jóní: „Þessi stóri klaki sem við vorum með var kannski í rauninni metafóra fyrir steininn. Með því að koma saman með dropana vorum við í rauninni að hola steininn.“ Aqua María samanstendur af kórverkinu, klakanum, Maríuspjallinu og síðan myndunum. Getið þið sagt mér aðeins frá myndunum? Eirún: „Á síðustu mánuðum hérna á vinnustofunni erum við búnar að vera með sérstaka pissu-aðstöðu bak við þessi tjöld.“ Þær flissa. Eirún heldur áfram: „Þar erum við búnar að vera með rosa flottan 300 g vatnslitapappír, arkir sem við erum búnar að vera að pissa á. Svo hengdum við nokkrar af þessum örkum upp. Þessi verk heita Pissed Off!“ Jóní: „Við dúndruðum þeim upp.“ Eirún: „Með rosa nöglum þarna bara beint í vegginn.“ Jóní: „Þetta er svona mjúkt pönk. Konan í okkur er að pissa á þennan „delicate“ vatnslitapappír.“ Eirún: „Og hefðina.“ Við snúum talinu að kvennakórnum Hrynjandi en meðlimir hans voru allir með nokkurs konar slæðuderhúfur með áfastri perlu. Eirún: „Þegar Hrynjandi var búin að syngja fóru þær allar í svona pissistöðu og losuðu perlur úr klofinu á sér. Sem dúndruðust svo niður. Ég veit að mörgum fannst það alveg rosalega falleg stund.“ Jóní: „Hljóðið í perlunum og sjá þær svona skoppa út um allt.“ Við víkjum talinu aftur að slæðu- derhúfunum en þær Jóní og Eirún segja að þar hafi þær blandað saman ýmsum menningartáknum auk þess sem þær hafi verið vísun í derhúfu Trumps með áletruninni „Make America Great Again“ en þær tengja hana vestrænni M yn d : A q u a M ar ía
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.