19. júní


19. júní - 19.06.2018, Side 87

19. júní - 19.06.2018, Side 87
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 85 Á s ló ðu m J an e A us te n í B at h, E ng la nd i, jú ní 1 99 9. M yn d: L es hr in gu r K ve nr ét ti nd af él ag si ns Annar liður í starfinu sem hefur gefið því aukna vídd og auðgað umræðuna er að höfundum verka sem lesin eru hefur verið boðið til fundar við leshringinn. Stundum hafa þýðendur verka líka verið gestir og í einu tilviki var gesturinn viðfang bókar. Var það vorið 2010 þegar leshringurinn hafði lesið ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur eftir Pál Valsson sagnfræðing og bauð Vigdísi á fund hópsins til að ræða innihald bókarinnar. Þegar gestir hafa á þennan hátt heimsótt leshringinn hafa fundirnir oftast verið haldnir heima hjá einhverri í hópnum og andrúmsloftið því orðið nánara og opnara en mögulegt er á veitingastað. Alls hafa um 25 höfundar, þýðendur og aðrir gestir komið á fundi leshringsins á liðnum árum. Loks eru ótalin öll þau ferðalög sem leshringurinn hefur farið í saman, stundum til að skoða vettvang tiltekinna verka sem lesin voru en langoftast til þess eins að njóta samverunnar og náttúrunnar að loknu vetrarstarfi. Leshringurinn hefur til dæmis farið í margar ferðir um Suðurland og Borgarfjörð, eitt sinn um Kjalarnes og öðru sinni um Reykjanes. Stundum hefur nánasta umhverfi borgarinnar orðið fyrir valinu, s.s. Viðey eða Elliðaárdalur og sögustaðir í Laugarnesi og Laugardal. Lengsta ferð hópsins innanlands var þriggja daga ferð að Hala í Suðursveit vorið 2011 til að heimsækja Þórbergssetur í framhaldi af lestri nokkurra helstu bóka meistarans þá um veturinn. Eitt sinn fór hópurinn í eftirminnilega ferð um Þingvelli með bænalestri á ákveðnum stöðum og lauk yfirferðinni í Þingvallakirkju og loks á veitingastaðnum Valhöll, fáeinum vikum áður en hann brann til kaldra kola. Tvisvar hefur verið farið út fyrir landsteinana. Eftir að hafa lesið nokkrar af skáldsögum Jane Austen fór drjúgur hluti hópsins í fimm daga ferðalag til Englands í júní 1999 á slóðir skáldkonunnar og heimsótti m.a. Bath, Winchester-dómkirkju og þorpið Chawton þar sem skáldkonan bjó síðustu ár ævinnar. Nokkrum árum síðar fóru svo nokkrar úr hópnum saman til Barcelona eftir að leshringurinn hafði tekið fyrir skáldverk spænskra kvenna. Eins og hér hefur verið lýst hefur starf leshringsins snúið að ýmsu öðru en lestri og ígrundun bóka á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun hans og hefur þessi fjölbreytni í starfinu gert félagsskapinn einstaklega dýrmætan og gefandi. 
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.