19. júní - 19.06.2018, Blaðsíða 87
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 85
Á
s
ló
ðu
m
J
an
e
A
us
te
n
í B
at
h,
E
ng
la
nd
i,
jú
ní
1
99
9.
M
yn
d:
L
es
hr
in
gu
r
K
ve
nr
ét
ti
nd
af
él
ag
si
ns
Annar liður í starfinu sem hefur
gefið því aukna vídd og auðgað
umræðuna er að höfundum verka sem
lesin eru hefur verið boðið til fundar við
leshringinn. Stundum hafa þýðendur
verka líka verið gestir og í einu tilviki var
gesturinn viðfang bókar. Var það vorið
2010 þegar leshringurinn hafði lesið
ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur eftir
Pál Valsson sagnfræðing og bauð Vigdísi
á fund hópsins til að ræða innihald
bókarinnar. Þegar gestir hafa á þennan
hátt heimsótt leshringinn hafa fundirnir
oftast verið haldnir heima hjá einhverri
í hópnum og andrúmsloftið því orðið
nánara og opnara en mögulegt er á
veitingastað. Alls hafa um 25 höfundar,
þýðendur og aðrir gestir komið á fundi
leshringsins á liðnum árum.
Loks eru ótalin öll þau ferðalög
sem leshringurinn hefur farið í saman,
stundum til að skoða vettvang tiltekinna
verka sem lesin voru en langoftast til
þess eins að njóta samverunnar og
náttúrunnar að loknu vetrarstarfi.
Leshringurinn hefur til dæmis farið
í margar ferðir um Suðurland og
Borgarfjörð, eitt sinn um Kjalarnes
og öðru sinni um Reykjanes. Stundum
hefur nánasta umhverfi borgarinnar
orðið fyrir valinu, s.s. Viðey eða
Elliðaárdalur og sögustaðir í Laugarnesi
og Laugardal. Lengsta ferð hópsins
innanlands var þriggja daga ferð að
Hala í Suðursveit vorið 2011 til að
heimsækja Þórbergssetur í framhaldi af
lestri nokkurra helstu bóka meistarans
þá um veturinn. Eitt sinn fór hópurinn
í eftirminnilega ferð um Þingvelli með
bænalestri á ákveðnum stöðum og lauk
yfirferðinni í Þingvallakirkju og loks á
veitingastaðnum Valhöll, fáeinum vikum
áður en hann brann til kaldra kola.
Tvisvar hefur verið farið út
fyrir landsteinana. Eftir að hafa lesið
nokkrar af skáldsögum Jane Austen
fór drjúgur hluti hópsins í fimm daga
ferðalag til Englands í júní 1999 á
slóðir skáldkonunnar og heimsótti m.a.
Bath, Winchester-dómkirkju og þorpið
Chawton þar sem skáldkonan bjó
síðustu ár ævinnar. Nokkrum árum síðar
fóru svo nokkrar úr hópnum saman til
Barcelona eftir að leshringurinn hafði
tekið fyrir skáldverk spænskra kvenna.
Eins og hér hefur verið lýst
hefur starf leshringsins snúið að ýmsu
öðru en lestri og ígrundun bóka á
þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá
stofnun hans og hefur þessi fjölbreytni
í starfinu gert félagsskapinn einstaklega
dýrmætan og gefandi.