19. júní - 19.06.2018, Síða 93
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 91
ég er drusla
Ritstjórar Gréta Þorkelsdóttir,
Hjalti Vigfússon og Salvör Gullbrá
Þórarinsdóttir. Salka, 2017.
Fyrsta druslugangan, mótmæla-
ganga gegn kynferðislegu ofbeldi og
drusluskömmun, fór fram í Reykjavík
2011 og hefur nú öðlast fastan sess í
íslensku samfélagi en þúsundir taka
þátt í göngunni á hverju ári. Nú hafa
aðstandendur druslugöngunnar gefið
út bók með ýmiss konar efni sem henni
tengist.
Ég er drusla er gjörningabók,
baráttubók, ljóðabók, bóklistaverk,
greinasafn, ljósmyndabók, manífestó –
margar bækur í einni. Í bókinni eru birt
ljóð, listaverk – ýmist grafík, orðlistaverk
eða ljósmyndir – yfirlýsingar, ræður sem
hafa verið haldnar í druslugöngum
hér á landi, hugleiðingar og slagorð,
reynslusögur kvenna af ofbeldi og
baráttugreinar ungra aktívista.
Umfram allt er Ég er drusla femínísk
bók sem vekur okkur til umhugsunar
og minnir á að þrátt fyrir að við höfum
náð langt í baráttunni síðustu áratugina
eigum við enn óralangt í land til að ná
fullu jafnrétti hér á Íslandi.
Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir
Frábærlega
framúrskarandi konur
sem breyttu heiminum
Kate Pankhurst. Íslensk þýðing: Herdís
M. Hubner. Bókafélagið, 2017.
Frábærlega framúrskarandi konur sem
breyttu heiminum eftir Kate Pankhurst,
breskan rithöfund og teiknara, er
barnabók ætluð börnum á aldrinum 5–8
ára og segir frá konum sem hafa breytt
heiminum. Bókin er afar skemmtileg
aflestrar en undirrituð las hana með
aðstoð sex ára frænku sinnar sem
lifði sig inn í frásagnirnar af þessum
hugsjónakonum. Hver opna segir frá ævi
einnar konu og eru sögurnar fagurlega
myndskreyttar og skrifaðar á máli sem
höfðar til barna.
Sumar konurnar sem birtast í bókinni eru
kunnuglegar, eins og Jane Austen, Frida
Kahlo, Marie Curie, Amelia Earhart,
Coco Chanel, Rosa Parks og Anna Frank,
en aðrar eru minna þekktar, líkt og
Gertrude Ederle (synti yfir Ermarsundið),
Mary Anning (steingervingafræðingur),
Mary Seacole (hjúkrunarfræðingur í
Krím stríðinu), Sacagawea (land könn -
uður) og Fifi (njósnari í seinni heims-
styrjöldinni). Íslenskir lesendur geta
svo notið frásagnar af ævi Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur en saga hennar kemur
í stað ævisögu Emmeline Pankhurst sem
birtist í breskri frumútgáfu bókarinnar.
Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir
Konur í heimspeki nýaldar
Elísabet af Bæheimi, Damaris Cudworth
Masham og Mary Astell. Íslensk þýðing:
Þóra Björg Sigurðardóttir. Hið íslenska
bókmenntafélag, 2017.
Konur í heimspeki nýaldar
birtir bréfaskipti og brot úr verkum
þriggja heimspekinga á 17. og 18.
öld, Elísabetar af Bæheimi (1618–
1680), Damaris Cudworth Masham
(1659–1708) og Mary Astell (1660–
1731). Mikill fengur er að þessu litla
riti. Þóra Björg Sigurðardóttir þýðir
verkin og ritar inngang að safninu og
bendir þar á að þrátt fyrir að konur
hafi verið virkar í heimspekilegri
umræðu á nýöld, skrifað bréf, bækur
og tekið þátt í samræðum, þá sé þeirra
sjaldan minnst í verkum (karlkyns)
heimspekinga og sagnfræðinga. Kallar
Þóra Björg söguritun þar sem konur
eru útilokaðar „frumspekilega man-
ætu“, þ.e. söguritun sem „étur upp“
hugmyndir og heimspeki kvenna.