19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 94

19. júní - 19.06.2018, Page 94
92 | 19. júní 2018 Í bókinni eru birt bréfaskipti Elísa- betar af Bæheimi við franska heim- spek inginn René Descartes og Damaris Cudworth Masham við þýska heim spek- inginn Gottfried Wilhelm Leibniz sem og kafli úr bókinni Einlæg bón til háttvísra kvenna eftir Mary Astell. Astell er mögu- lega þekktust þeirra þriggja, ekki síst fyrir hugmyndir sínar um kvenréttindi og menntun kvenna en hún hefur verið kölluð fyrsti enski femínistinn. Þóra Björg þýðir kafla sem ber heitið „Um þroska skiln ingsgáfunnar“ en þar hvetur Astell kon ur til að bæta þekkingu sína og beita rök hugsun og öðlast þar með skilning á sjálfum sér og á umhverfinu, bæði hinu efnislega og hinu andlega. Brynhildur Heiðar­ og Ómarsdóttir Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur: 100 magnaðar konur Elena Favilli og Francesca Cavallo. Íslensk þýðing: Magnea J. Matthíasdóttir. Mál og menning, 2017. 100 sögur af 100 hugrökkum stelpum sem létu drauma sína rætast. Hér er sagt frá stelpum sem vildu verða geimfarar, fá Nóbelsverðlaun í vísindum, skrifa skemmtilegar bækur, berjast fyrir velferð dýra og margt fleira. Við fræðumst um Ameliu Earhart, Michelle Obama, Astrid Lindgren, Malölu og 96 aðrar klárar konur. Bókin er fallega myndskreytt og skemmtilega þýdd af Magneu J. Matthíasdóttur. Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir Saga þernunnar Margaret Atwood. Íslensk þýðing: Birgitta Elín Hassell. Björt, 2017. Saga þernunnar eftir Margaret Atwood er sígilt femínískt skáldverk sem kom fyrst út árið 1985. Skáldsagan gerist í kristilegu bókstafstrúarríki, Gilead, þar sem hvítir karlmenn ráða lögum og lofum og konur eru valdalausar. Gilead, sem er byggt á rústum Bandaríkjanna, er tilgáta um hvað gæti gerst ef kristnir bókstafstrúarmenn, sem hafa nú þegar mikil ítök þar í landi, settust við stjórnvölinn og endurskipulegðu samfélagið í samræmi við túlkun sína á Biblíunni. Skáldsagan kom fyrst út í þýðingu Áslaugar Ragnars árið 1987 en er nú komin út í nýrri þýðingu Birgittu Elínar Hassell. Skáldsagan hefur öðlast nýja samfélagslega skírskotun eftir kjör Donalds Trump í embætti Bandaríkja- forseta 2016 en margir hafa séð vísi að framtíðarsýn Atwood þegar þeir greina stefnu nýju ríkisstjórnarinnar vestanhafs. Sorglegt er að hugsa til þess að ekkert í Sögu þernunnar sé skáldað en Atwood hefur bent á að allri kúgun og ofbeldi sem lýst er í skáldsögunni hafi verið beitt einhvers staðar í heiminum á einhverjum tímapunkti. Brynhildur Heiðar­ og Ómarsdóttir Við ættum öll að vera femínistar Chimamanda Ngozi Adichie. Íslensk þýð ing: Ingunn Ásdísardóttir. Benedikt bókaútgáfa, 2017. Við ættum öll að vera femínistar er læsileg lítil bók í lipurri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Kvenréttindafélagið gaf öllum fyrsta árs nemum framhaldsskólanna bókina, í von um að hún kæmi bæði kenn urum og nemendum að gagni í umræðunni um femínisma og jafn réttis- mál. Höfundur kemur meðal annars inn á hvernig orðið „femínisti“ hefur lengi haft fremur neikvæða merkingu og segir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.