19. júní


19. júní - 19.06.2018, Side 97

19. júní - 19.06.2018, Side 97
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 95 Finnland Nina Nyman ritstjóri Astra Að undanförnu hefur kynferðisleg áreitni verið efst á baugi í femínískri umræðu í Finnlandi, líkt og víða annars staðar í heiminum. Þann 29. nóvember 2017 birtist fyrsta #MeToo-yfirlýsingin undir myllumerkinu #stíflanbrestur en þar var einblínt á þöggunarmenningu innan finnlandssænska minnihlutahópsins í Finnlandi. Á fjórum dögum skrifuðu 6111 undir yfirlýsinguna og 900 sögur söfnuðust á níu dögum en hvort tveggja var birt á vef Astra (www.astra.fi). Við erum nú að búa allar sögurnar til útgáfu og stefnum á að þær komi út sléttu ári eftir að yfirlýsingin birtist fyrst. Eftir #stíflanbrestur hafa yfirlýsingar fleiri hópa verið birtar en þá hefur verið farið að fordæmi Svía þar sem konur og kynsegin fólk hópaði sig saman eftir starfsstéttum. Kosturinn við hve seint Finnar mættu til leiks í #MeToo-byltinguna var að yfirvöld vissu hvers vænta mátti og höfðu því haft ráðrúm til að undirbúa sig. Síðastliðinn vetur voru gefin fjölmörg loforð um fjármagn til fyrirbyggjandi aðgerða, sérstaklega innan skólakerfisins, auk fyrirheita um jafnréttisáætlanir og annars konar aðgerðir innan stjórnkerfisins. Nú er bara að sjá hver þessara loforða verða að veruleika. Hvað lagasetningar varðar höfum við í Finnlandi fagnað nýjum lögum sem heimila að börn geti átt tvær mæður strax frá fæðingu. Þau gilda í þeim tilvikum þar sem þungun hefur orðið með sæði frá nafnlausum gjafa en þá getur sú mæðranna sem ekki gengur með barnið lýst sig móður þess og verður þá viðurkennt foreldri strax á meðgöngunni. Áður þurftu mæður í þessum sporum að ættleiða barnið eftir fæðingu en það fyrirkomulag olli ekki bara tilfinningalegu álagi á mæðurnar heldur hefði barnið þá í raun orðið munaðarlaust ef eitthvað hefði farið úrskeiðis í fæðingunni og þungaða móðirin látið lífið. Nýju lögin eru mikið framfaraskref og tryggja rétt barnsins til öruggrar æsku. Nú vonumst við eftir nýrri lagagerð um réttindi transfólks. Samkvæmt núgildandi lögum þurfa einstaklingar sem vilja gangast undir kynleiðréttingu að fara í ófrjósemisaðgerð en það er í raun hreint og klárt ofbeldi. Jafnframt vonum við að lög um foreldraorlof verði endurskoðuð en þar greinir femínista þó á um hvaða leið væri best að fara. Ljóst þykir þó að núverandi kerfi hafi hagsmuni mæðranna sem fæða börnin ekki að leiðarljósi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.