19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 106

19. júní - 19.06.2018, Page 106
104 | 19. júní 2018 FAgRÁÐSTeFNA UM STAFRÆNT OFBeLDI 18. september hélt Kvenréttindafélag Íslands fagráðstefnu um stafrænt ofbeldi á Hallveigarstöðum og var tilefni hennar að á árinu lauk félagið við rannsókn um stafrænt ofbeldi og leit kvenna að réttlæti í kjölfar þess. Ráðstefnan var hugsuð sem vettvangur fyrir fólk sem vinnur að málum sem tengjast stafrænu ofbeldi og fólk sem hefur sérþekkingu á málefninu til að koma saman og ræða málin og voru 26 skráðir þátttakendur. Fyrir hádegi var litið á stöðuna og eftir hádegi var reynt að líta til framtíðar, til hvaða ráða við gætum gripið til að berjast gegn þessari vá. Til máls tóku María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur sem ræddi um lagarammann og stafrænt ofbeldi, Ásta Jóhannsdóttir sem kynnti rannsókn Kvenréttindafélags Íslands á leit þolenda stafræns ofbeldis að réttlæti, Hildur Friðriksdóttir sem kynnti rannsókn á umfangi stafræns ofbeldis á Íslandi, Júlía Birgisdóttir sem sagði reynslusögu þolanda, Brynhildur Björnsdóttir sem kynnti nýja stuttmynd um stafrænt ofbeldi sem ætluð var unglingum og Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Hulda Elsa Björgvinsdóttir yfirmaður ákærusviðs og staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem sögðu frá hvernig lögreglan tekur á kærum á stafrænu ofbeldi. Ráðstefnan var tekin upp svo efni hennar gæti verið aðgengilegt þeim sem ekki komust á fundinn. SAgA Og FRAMTÍÐ ÍSLeNSKU STJóRNARSKRÁRINNAR 20. október var haldinn fundur um sögu og framtíð íslensku stjórnarskrárinnar á listahátíðinni Cycle í Gerðasafni. Á fundinum voru kynnt mismunandi sjónarhorn á sögu og þróun stjórnarskrár Íslands og tengsl hennar við sjálfstæðis- og mannréttindabaráttu á Íslandi. Erindi fluttu Njörður Sigurðsson sviðsstjóri upplýsinga- og skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands, Ragnheiður Kristjánsdóttir dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands og Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttar lögmaður og fyrrverandi formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Í lok fundar voru pallborðsumræður um sögu og framtíð stjórnarskrárinnar. Þátttakendur voru Andri Snær Magnason rithöfundur og umhverfis verndarsinni, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmda stýra Kvenréttinda- félags Íslands, Hörður Torfason tónlistarmaður og aðgerðasinni, Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstrihreyfingar – græns framboðs, Birgitta Jónsdóttir skáld, alþingis maður og þingflokksformaður Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar. Fundi stýrði Sara S. Öldudóttir og var fundurinn skipulagður af Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni í tengslum við listaverkið Stjórnarskrá er ferli. NORRÆN RÁÐSTeFNA UM JAFNLAUNASTAÐALINN Og ÁRANgUR ÍSLANDS Í JAFNRéTTISMÁLUM 10. október hélt Dagný Ósk Aradóttir Pind stjórnarkona í Kven- réttindafélaginu erindi á ráðstefnu sem skipulögð var af þýsku Friedrich-Ebert stofnuninni og kvennahreyfingu sænska Sósíaldemókrataflokksins. Var ráðstefnan haldin í Stokkhólmi. Í pallborði með Dagnýju sátu Rósa Guðrún Erlingsdóttir sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu og Harpa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá Eflingu. Friedrich-Ebert stofnunin er þýsk félagasamtök sem stofnuð voru 1925 og hafa það að markmiði að treysta lýðræðislegar undirstöður samfélagsins. Innan stofnunarinnar er sérstök deild sem rannsakar norræna velferðarsamfélagið og rekur stofnunin skrifstofu í Stokkhólmi. KVöLDSTUND MeÐ FeÐRAVeLDINU 18. október tók Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttinda- félagsins þátt í pallborðsumræðum á Kex Hostel skipulögðum af Jafnréttisdögum HÍ. Með henni ræddu málin Alda Villiljós formaður Trans Íslands, Gyða Margrét Pétursdóttir dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, Hjálmar G. Sigmarsson kynjafræðingur, aðgerðasinni og ráðgjafi hjá Stígamótum og Svandís Anna Sigurðardóttir kynja- og hinseginfræðingur og verkefnastjóri Mannréttindaskrifstofu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.