19. júní - 19.06.2018, Page 107
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 105
Reykjavíkur. Umræðum stýrði Arnar Gíslason
kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi HÍ.
Viðburðurinn var skipulagður af starfshópi um
jafnréttisdaga í HÍ.
Á KVeNNASLóÐUM
24. október leiddi Birna Þórðardóttir
sögugöngu um Vesturbæinn, Kvosina og
Þingholtin þar sem hún sagði frá konum sem
hafa markað spor í sögu borgarinnar. Að
lokinni göngu var boðið upp á kaffi og kökur á
Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og Lay Low
og Agnes spiluðu og sungu lög við ljóð eftir
íslenskar konur. Að fundinum stóðu Bandalag
kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands
og Kvenréttindafélag Íslands og var hann haldinn
í tilefni af því að 50 ár voru liðin frá því að
Kvennaheimilið Hallveigarstaðir opnaði dyr sínar.
BReAK THe SILeNce!
KOSNINgARéTTUR, KVeNNAFRÍ
Og #MeTOO
Kvenréttindafélag Íslands var einn af
samstarfsaðilum alþjóðasamtakanna WPL,
Women Political Leaders, sem hélt ársþing
sitt í Hörpu dagana 28.–30. nóvember.
Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kven-
réttindafélagsins ávarpaði fundinn 30.
nóvember og ræddi um baráttuna fyrir
kosningarétti, kvennafrí og #MeToo.
STAFRÆN VARÐVeISLA
KVeNNASögU
5. desember héldu Kvenréttindafélagið
og Kvennasögusafnið árlegan jólafund
í Þjóðarbókhlöðunni. Á fundinum var
fjallað um nýjar leiðir að söfnun og miðlun
sögulegs femínísks efnis á stafrænni öld.
Kristín Jónsdóttir kynnti nýjan vef um
Kvennalistann og Ásta Kristín Benediktsdóttir
kynnti heimildasöfnunarverkefnið Hinsegin
huldukonur. Einnig ávörpuðu fundinn Rakel
Adolphsdóttir forstöðumaður Kvenna sögu-
safnsins og Fríða Rós Valdimars dóttir frá
Kvenréttindafélagi Íslands.
Tímaritið 19. júní
Ársrit félagsins, 19. júní, kom út bæði
í prentuðu formi og rafrænu. Blaðinu var
dreift til félagsmanna og auglýsenda endur-
gjaldslaust. Sérstakt viðfangsefni tölublaðsins
var kvennabyltingar.
Guðrún Lára Pétursdóttir var ritstýra og
með henni í ritnefnd sátu Aðalheiður Ármann,
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Ragnheiður
Davíðsdóttir, Sandra Kristín Jónasdóttir og
Steinunn Ólína Hafliðadóttir. Brynhildur
Heiðar- og Ómarsdóttir sá um umbrot
blaðsins. Lóa Hjálmtýsdóttir gerði kápumynd.
Blaðið var prentað í Odda, umhverfisvottaðri
prentsmiðju. Áslaug Jóhannesdóttir tók að
sér að safna auglýsingum í blaðið þriðja
árið í röð og gekk fjáröflun vonum framar. Í
annað skiptið í röð reyndist félaginu kleift að
greiða utanaðkomandi greinahöfundum fyrir
vinnu sína. Ákveðið var að prófa að bjóða
bókasöfnum landsins að ganga í áskrift að
blaðinu. Í lok árs voru komnir 20 áskrifendur.
Við ættum öll að vera
femínistar
Kvenréttindafélag Íslands fagnaði 110
ára afmæli sínu á árinu og af því tilefni gaf
félagið öllum nýnemum í framhaldsskólum
landsins bókina Við ættum öll að vera
femínistar (e. We Should All Be Feminists)
eftir Chimamanda Ngozi Adichie, alls um 4300
ungmennum. Bókaforlagið Benedikt sá um
útgáfu bókarinnar og Ingunn Ásdísardóttir
þýddi. Framhaldsskólar landsins sáu um að
dreifa bókinni til nemenda. Útgáfan var styrkt
af Jafnréttissjóði.
Stjórnmálaskóli kvenna
af erlendum uppruna
Kvenréttindafélag Íslands stóð fyrir
stjórnmálaskóla fyrir konur af erlendum
uppruna þar sem farið var yfir starf og stefnumál
helstu stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka,
farið yfir „óskrifaðar reglur“ stjórnmálanna
og unnið að tengslamyndun þátttakenda.
Tæplega 20 konur tóku þátt í námskeiðinu
sem stóð yfir í sjö vikur. Sabine Leskopf
varaborgarfulltrúi kenndi námskeiðið og
fjöldi gestafyrirlesara sótti námskeiðið
heim, fulltrúar allra flokka sem eiga sæti á
Alþingi og konur af erlendum uppruna sem