19. júní - 19.06.2018, Side 108
106 | 19. júní 2018
hafa látið til sín taka í stjórnmálum, bæði á
landsvísu og á sveitarstjórnarstigi. Námskeiðið
var styrkt af þróunarsjóði innflytjendamála,
velferðarráðuneytinu, Reykjavíkurborg og
Seltjarnarnesbæ.
Stafrænt ofbeldi gegn
konum á Norðurlöndum
Kvenréttindafélag Íslands lét vinna
samnorræna rannsókn á stafrænu ofbeldi gegn
konum á Norðurlöndum, með áherslu á leit
þolenda að réttlæti, í samstarfi við Kvinderådet
í Danmörku og KUN – Senter for kunnskap og
likestilling í Noregi. Rannsóknin er styrkt af
jafnréttisjóði Norrænu ráðherranefndarinnar
(NIKK) og Jafnréttissjóði. Brynhildur Heiðar-
og Ómarsdóttir annaðist alla umsýslu og Ásta
Jóhannsdóttir sá um rannsóknarvinnu.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru
kynntar í skýrslunni Online Violence Against
Women in the Nordic Countries eftir Ástu
Jóhannsdóttur, Mari Helenedatter Aarbakke
og Randi Theil Nielsen sem kom út í septemer
2017.
18. september hélt félagið fagráðstefnu
um stafrænt ofbeldi á Hallveigarstöðum til
að kynna niðurstöður rannsóknarinnar en
jafnframt var tilgangur hennar að koma saman
helstu aðilum á Íslandi sem hafa rannsakað
og unnið gegn stafrænu ofbeldi. Niðurstöður
rannsóknarinnar voru einnig kynntar á
samnorrænum fundi NIKK í Osló 28.–30.
nóvember og í innsendum pistli í Fréttablaðinu
„Stöðvum stafrænt ofbeldi!“ eftir Ástu
Jóhannsdóttur sem birtist 26. nóvember.
Kynjabilið á hvíta tjaldinu
Kvenréttindafélag Íslands vann á árinu
rannsókn á kynjahlutfalli kvikmynda sem
teknar voru til sýninga í kvikmyndahúsum á
Íslandi og á RÚV sem hluti af verkefninu Öka
jämställdheten inom filmbranschen i Norden.
Verkefnið var styrkt af jafnréttisjóði Norrænu
ráðherranefndarinnar. Kvikmyndir eftir karla
eru í miklum meirihluta þeirra kvikmynda
sem teknar eru til sýninga á Íslandi. Konur
leikstýrðu aðeins 7% af kvikmyndum sýndar
voru í íslenskum kvikmyndahúsum og á RÚV
2016. Nánari niðurstöður rannsóknarinnar voru
kynntar á pallborðsumræðum 24. febrúar 2017
á Stockfish Film Festival.
Femínískur tékklisti
fyrir kosningar
Í aðdraganda Alþingiskosninga 2017
gaf Kvenréttindafélagið út svokallaðan
„femínískan tékklista“ á samfélagsmiðlum,
þar sem farið var yfir stefnuskrár flokka með
5% fylgi eða meira í skoðanakönnunum og
merkt við hvort í stefnum flokkanna væri
rætt um tiltekin femínísk málefni. Listinn var
unninn út frá upplýsingum sem aðgengilegar
voru á vefsíðum flokkanna en einnig var
leitað til flokkanna sjálfra og þeir beðnir um
að senda stefnuskrár sínar og urðu flestir við
þeirri beiðni. Vakti listinn töluvert umtal á
samfélagsmiðlum og var uppfærð útgáfa hans
birt daginn eftir að hann kom fyrst út en þá
höfðu ýmsar ábendingar og leiðréttingar borist
Kvenréttindafélaginu. Í kjölfarið gaf félagið út
myndrænt yfirlit yfir kynjahlutfall þriggja efstu
sæta á listum flokka með 5% fylgi eða meira í
skoðanakönnunum í öllum kjördæmum.
Samstarfssamningur við
velferðarráðuneyti
Kvenréttindafélag Íslands og
velferðarráðuneytið gerðu á árinu með
sér samning um að félagið sinni fræðslu
og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á
innlendum og erlendum vettvangi. Gildir
samningurinn í eitt ár og er meginmarkmið
hans fræðsla um jafnrétti kynjanna, bæði fyrir
almenning og sértæk fræðsla fyrir tiltekna
hópa.
Kynjaþing
Kvenréttindafélagið vann á árinu að
undirbúningi sérstaks kynjaþings á Íslandi.
Samskonar þing eru haldin árlega annars
staðar á Norðurlöndunum en þá hittast
félaga samtök, stofnanir og baráttufólk fyrir
kynjajafnréttismálum, standa fyrir fyrir-
lestrum og viðburðum og ræða málin. Til