19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 108

19. júní - 19.06.2018, Page 108
106 | 19. júní 2018 hafa látið til sín taka í stjórnmálum, bæði á landsvísu og á sveitarstjórnarstigi. Námskeiðið var styrkt af þróunarsjóði innflytjendamála, velferðarráðuneytinu, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbæ. Stafrænt ofbeldi gegn konum á Norðurlöndum Kvenréttindafélag Íslands lét vinna samnorræna rannsókn á stafrænu ofbeldi gegn konum á Norðurlöndum, með áherslu á leit þolenda að réttlæti, í samstarfi við Kvinderådet í Danmörku og KUN – Senter for kunnskap og likestilling í Noregi. Rannsóknin er styrkt af jafnréttisjóði Norrænu ráðherranefndarinnar (NIKK) og Jafnréttissjóði. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir annaðist alla umsýslu og Ásta Jóhannsdóttir sá um rannsóknarvinnu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í skýrslunni Online Violence Against Women in the Nordic Countries eftir Ástu Jóhannsdóttur, Mari Helenedatter Aarbakke og Randi Theil Nielsen sem kom út í septemer 2017. 18. september hélt félagið fagráðstefnu um stafrænt ofbeldi á Hallveigarstöðum til að kynna niðurstöður rannsóknarinnar en jafnframt var tilgangur hennar að koma saman helstu aðilum á Íslandi sem hafa rannsakað og unnið gegn stafrænu ofbeldi. Niðurstöður rannsóknarinnar voru einnig kynntar á samnorrænum fundi NIKK í Osló 28.–30. nóvember og í innsendum pistli í Fréttablaðinu „Stöðvum stafrænt ofbeldi!“ eftir Ástu Jóhannsdóttur sem birtist 26. nóvember. Kynjabilið á hvíta tjaldinu Kvenréttindafélag Íslands vann á árinu rannsókn á kynjahlutfalli kvikmynda sem teknar voru til sýninga í kvikmyndahúsum á Íslandi og á RÚV sem hluti af verkefninu Öka jämställdheten inom filmbranschen i Norden. Verkefnið var styrkt af jafnréttisjóði Norrænu ráðherranefndarinnar. Kvikmyndir eftir karla eru í miklum meirihluta þeirra kvikmynda sem teknar eru til sýninga á Íslandi. Konur leikstýrðu aðeins 7% af kvikmyndum sýndar voru í íslenskum kvikmyndahúsum og á RÚV 2016. Nánari niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á pallborðsumræðum 24. febrúar 2017 á Stockfish Film Festival. Femínískur tékklisti fyrir kosningar Í aðdraganda Alþingiskosninga 2017 gaf Kvenréttindafélagið út svokallaðan „femínískan tékklista“ á samfélagsmiðlum, þar sem farið var yfir stefnuskrár flokka með 5% fylgi eða meira í skoðanakönnunum og merkt við hvort í stefnum flokkanna væri rætt um tiltekin femínísk málefni. Listinn var unninn út frá upplýsingum sem aðgengilegar voru á vefsíðum flokkanna en einnig var leitað til flokkanna sjálfra og þeir beðnir um að senda stefnuskrár sínar og urðu flestir við þeirri beiðni. Vakti listinn töluvert umtal á samfélagsmiðlum og var uppfærð útgáfa hans birt daginn eftir að hann kom fyrst út en þá höfðu ýmsar ábendingar og leiðréttingar borist Kvenréttindafélaginu. Í kjölfarið gaf félagið út myndrænt yfirlit yfir kynjahlutfall þriggja efstu sæta á listum flokka með 5% fylgi eða meira í skoðanakönnunum í öllum kjördæmum. Samstarfssamningur við velferðarráðuneyti Kvenréttindafélag Íslands og velferðarráðuneytið gerðu á árinu með sér samning um að félagið sinni fræðslu og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi. Gildir samningurinn í eitt ár og er meginmarkmið hans fræðsla um jafnrétti kynjanna, bæði fyrir almenning og sértæk fræðsla fyrir tiltekna hópa. Kynjaþing Kvenréttindafélagið vann á árinu að undirbúningi sérstaks kynjaþings á Íslandi. Samskonar þing eru haldin árlega annars staðar á Norðurlöndunum en þá hittast félaga samtök, stofnanir og baráttufólk fyrir kynjajafnréttismálum, standa fyrir fyrir- lestrum og viðburðum og ræða málin. Til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.