19. júní


19. júní - 19.06.2018, Side 112

19. júní - 19.06.2018, Side 112
110 | 19. júní 2018 í ríkisstjórn og flokka á Alþingi að tryggja jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum og ráðum. 24. febrúar 2017 mótmælti Kven- réttinda félagið áætlunum ríkisstjórnar um að stofna nýtt dómstig, Landsrétt, án þess að hafa jafnréttissjónarmið í huga og hvatti dómsmálaráðherra og Alþingi til þess að vinna markvisst að því að jafna kynjahlutföll innan dómskerfisins við skipun nýrra dómara í Landsrétt. 12. maí 2017 krafðist Kvenréttindafélag Íslands þess að dómsmálaráðherra fylgdi jafnréttis lögum og tryggði jöfn kynjahlutföll í nýjum Landsrétti í kjölfar þess að nefnd sem mat hæfi dómara sendi frá sér lista yfir 15 einstaklinga sem þóttu hæfastir til að taka sæti í réttinum en á þeim lista voru 5 konur og 10 karlar. 31. maí 2017 afhenti Kvenréttindafélag Íslands lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu viður kenningu fyrir gott starf í þágu jafnréttis kynjanna. Í tilefni 110 ára afmælis Kven- réttindafélags Íslands vildi stjórn félagsins veita viðurkenningu þeim aðila sem hefði með framúrskarandi hætti bætt frelsi kvenna undanfarin misseri. Fyrir valinu varð lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fyrir að setja ofbeldi gegn konum í forgang innan embættisins. 3. júlí 2017 skoraði Kvenréttindafélag Íslands á ferðamálayfirvöld á Íslandi og fyrirtæki í ferðaþjónustu að bregðast við þeim fréttum sem fluttar höfðu verið um að á Íslandi hefði orðið sprenging í kaupum á vændi og að kaupendur vændis væru að stórum hluta ferðamenn. Hvatti félagið aðila í ferðaþjónustu til að upplýsa ferðamenn sem hingað koma um saknæmi vændiskaupa. 15. september 2017 sendi Kvenréttinda- félag Íslands frá sér ályktun í kjölfar falls ríkisstjórnarinnar og benti félagið á að tímamót ættu sér stað í íslensku samfélagi, að ríkisstjórn landsins félli ekki vegna pólitísks ágreinings atvinnustjórnmála manna heldur vegna þess að konur höfðu hátt um kyn ferðisofbeldi sem þær hefðu verið beittar. Félagið hvatti alla, til hægri og vinstri, konur, karlar og alla þar á milli, til að taka höndum saman um að skapa samfélag sem við værum stolt af, samfélag sem samtryggði okkur öll, ekki bara suma og benti á myllumerkið #höfumhátt. 30. október 2017 sendi Kvenréttindafélag Íslands frá sér ályktun þar sem það lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum með fækkun kvenna á þingi í kjölfar Alþingiskosninga 2017. Í kosningunum 2016 náðu 30 konur kjöri en eftir kosningarnar 2017 tóku aðeins 24 konur sæti á Alþingi. Það þýðir að hlutfall kvenna á þingi lækkaði úr 47,6% niður í 38,1%. Hvatti félagið alþingsmenn til að tryggja jöfn kynjahlutföll ráðherra og að jafnréttismál yrðu sett í forgang við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hvatti félagið stjórnmálahreyfingar til að tryggja jafna þátttöku kvenna í starfi og stefnumótun í flokkastarfi. Hvatti félagið þingflokka til að hafa jafnréttissjónarmið ávallt í huga í starfi sínu og tryggja jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum og ráðum. 14. nóvember 2017 skoraði Kven- réttindafélag Íslands á þá alþingismenn sem fengju það verkefni að mynda nýja ríkisstjórn að tryggja jöfn kynjahlutföll ráðherra og að setja jafnréttismál í forgang við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Enn fremur hvatti félagið þingflokka til að að hafa jafnréttissjónarmið ávallt í huga í starfi sínu og tryggja jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum og ráðum. Benti Kvenréttindafélagið á að þetta væri í fjórða skipti á tæpu ári sem það hefði þurft að senda frá sér hvatningu til stjórnmálaflokka um að tryggja jafnrétti í stjórnarmyndun (15.11.2016, 9.1.2017, 30.10.2017). 21. nóvember 2017 sendi Kven- réttindafélag Íslands frá sér ályktun í kjölfar þess að 306 stjórnmálakonur sendu frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni ásamt sögum af áreitni og ofbeldi sem konur hafa orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum. Í ályktuninni var jafnframt tekið fram að Kvenréttindafélag Íslands stæði með öllum konum sem stigju fram og drægju frá tjöldin, vörpuðu ljósi á ofbeldi og kynferðislega áreitni sem meðal annars valdamenn þessa lands stunduðu. Félagið liti með aðdáun til þeirra kvenna sem hefðu tekið upp gunnfána
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.