19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 113
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 111
kvenfrelsis og kvenréttinda og afhjúpað það
landlæga ofbeldi og þá áreitni sem konur á
Íslandi hefðu þurft og þyrftu að sætta sig við á
opinberum vettvangi.
19. desember kærði Kvenréttindafélag
Íslands Alþingi til kærunefndar jafnréttismála
vegna brots á jafnréttislögum við skipan í
fjárlaganefnd. Í vikunni á undan höfðu átta
karlar og ein kona tekið sæti í nefndinni.
29. desember 2017 var málinu vísað frá
nefndinni sem sagði kæruna vera lagða
fram af félagasamtökum án þess að um
væri að ræða mál tiltekins aðila sem hefði
einstaklingsbundna og lögvarða hagsmuni af
úrlausn þess eða að samtökin hefðu sýnt fram
á fyrirsvar fyrir þá hagsmuni sem um ræddi
(Kærunefnd jafnréttismála, nr. 12/2017).
Nefndir og ráð
Kvenréttindafélag Íslands á fulltrúa í
ýmsum nefndum og ráðum. Árið 2017 sat Fríða
Rós Valdimarsdóttir í stjórn Kvennaheimilisins
Hallveigarstaða, í Jafnréttisráði og í
Fræðslusamtökum um kynlíf og barneignir.
Stjórnin öll er fulltrúi félagsins í International
Alliance of Women (IAW), Feministiskt Nätverk
Norden og Almannaheill – regnhlífarsamtökum
frjálsra félagasamtaka og séreignarstofnana í
almannaþágu. Hugrún R. Hjaltadóttir og Helga
Dögg Björgvinsdóttir voru fulltrúar stjórnar
Kvenréttindafélagsins í stjórn Menningar- og
minningarsjóðs kvenna. Brynhildur Heiðar-
og Ómarsdóttir var fulltrúi félagsins hjá
Mannréttindaskrifstofu Íslands og Skottunum.
Steinunn Stefánsdóttir var fulltrúi félagsins
í Landvernd. Lára Axelsdóttir var fulltrúi
félagsins í Mæðrastyrksnefnd.
MeNNINgAR- Og
MINNINgARSJóÐUR KVeNNA
Formaður Menningar- og minningarsjóðs
kvenna 2017 er Hugrún R. Hjaltadóttir sem
einnig er fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands.
Aðrar í stjórn sjóðsins eru Edythe Mangindin,
Kolbrún Garðarsdóttir, Magnea Þ. Ingvarsdóttir
og Lára Aðalsteinsdóttir. Varamenn eru Ásbjörg
Una Björnsdóttir, Ásta Jóhannsdóttir, Halldóra
Traustadóttir og Helga Dögg Björgvinsdóttir
(fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands) og Sonja Ýr
Þorbergsdóttir.
Sjóðurinn veitti ekki styrk árið 2017.
JAFNRéTTISRÁÐ
Kvenréttindafélagið deilir tveimur sætum
í Jafnréttisráði með Kvenfélagasambandi
Íslands og Femínistafélagi Íslands. Árið 2017
sótti Fríða Rós Valdimarsdóttir fundina fyrir
hönd félagsins en varamaður allra félaganna
þriggja er framkvæmdastýra félagsins,
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.
Erlent samstarf 2017
IAW – International
Alliance of Women
Kvenréttindafélag Íslands hefur átt aðild
að IAW – International Alliance of Women
frá stofnun félagsins 1907. Árið 2014 gerði
Kvenréttindafélag Íslands átak í að styrkja
þessi fornu tengsl og gera starf IAW sýnilegra
hér á landi. IAW gefur út fréttabréf á tveggja
mánaða fresti sem er nú einnig birt á heimasíðu
Kvenréttindafélags Íslands, bæði á íslenskri
útgáfu síðunnar og enskri útgáfu hennar.
Feministiskt Nätverk
Norden
Kvenréttindafélag Íslands á
aðild að Feministiskt Nätverk Norden,
samráðsvettvangi sem stofnaður var í kjölfar
jafnréttisráðstefnunnar Nordiskt Forum 2014.
Aðrir aðilar eru Kvenfélagasamband Íslands,
Sveriges Kvinnolobby (Svíþjóð), Fokus og
Krisesentersekretariat (Noregi), Kvinderådet
(Danmörku) og Nytkis (Finnlandi).
cSW – Fundur
Kvennanefndar
Sameinuðu þjóðanna
Fulltrúar Kvenréttindafélags Íslands
sóttu fund Kvennanefndar Sameinuðu
þjóðanna 13.–24. mars 2017 og var
ferðin styrkt af velferðarráðuneytinu.
Dagný Ósk Aradóttir Pind og Fríða Rós
Valdimarsdóttir sóttu fundinn fyrir hönd
Kvenréttindafélagsins. Fulltrúar KRFÍ voru
hluti af sendinefnd Íslands en auk þeirra voru