Fréttablaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 39
Píkusport.is hóf sölu á Grindarbotnsþjálfanum á Íslandi í desember 2020. Lagerinn seldist upp í þrí- gang á fyrsta mánuði og því má segja að Íslendingar hafi tekið þessari nýjung fagnandi. Með Grindarbotnsþjálfanum spilar þú tölvuleik og stýrir honum með grindarbotnsvöðvunum. Með auknum styrkleika og snerpu grindarbotnsins öðlast konur betri heilsu og meiri lífsgæði. „Ég er frekar hispurslaus í fasi og þykir gott að safna í kringum mig fólki sem hefur sama eiginleika. Ég var með nokkrar vinkonur í heim- sókn eitt kvöldið og við vorum að ræða ýmislegt milli heima og geima. Á meðan þá fór ég aðeins að hoppa á litlu æfingatrampólíni sem ég er alltaf með í stofunni. Vinkona mín horfði á mig, pírði augum og sagði: „Ertu ekkert búin að pissa á þig? Ekki einu sinni pínulítið?“ og mér fannst magnað að sjá á henni hvað það var fárán- leg tilhugsun í hennar huga,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, annar eigenda Píkusport.is. „Ég var svo glöð þegar við byrjuðum að selja Grindarbotns- þjálfann því þá fannst mér allt í einu vera komin alvöru tíma- móta-byltingarkennd vara sem gæti hjálpað konum, sem var vottuð sem lækningatæki og alls ekki leiðinleg! Hingað til hef ég aldrei heyrt neinn segja „vá, veistu hvað ég bætti mig mikið í grindarbotnsæfingunum í gær“ eða „vá, hvað ég hlakka til að fara heim, gera huggulegt, koma mér vel fyrir í rúminu og taka nokkrar stórskemmtilegar grindarbotns- æfingar“ en það gæti alveg heyrst í dag,“ segir Svanlaug. Að minnsta kosti ein af hverjum fjórum konum stríðir við afleið- ingar veikra grindarbotnsvöðva. Einkenni geta verið allt frá því að vera smávægileg yfir í það að hafa mjög slæm áhrif á lífsgæði. „Grindarbotnsæfingar er ekkert sérlega þjált orð og flestir tengja það við eitthvað sem þeir ættu alltaf að gera en láta þó sitja á hak- anum. Við köllum heimasíðuna okkar Píkusport.is því þegar fólk les það þá fara allir að brosa, sumir að hlæja og sumir roðna pínulítið líka. En af því að allir eru orðnir léttir, þá er hægt að tala um eitt- hvað jafn þungt og erfitt og þvag- leka og legsig,“ segir Svanlaug. Auðveldara að nenna Grindarbotnsþjálfinn hefur þá sér- stöðu að hann er tengdur við app í símanum. Lítill stautur er settur í leggöngin og hann tengist með Bluetooth við tölvuleik í símanum. Stauturinn nemur hvað vöðvarnir „kreista mörg grömm“ og gefur endurgjöf á allar æfingar um leið. Það er auðveldara að „nenna“ æfingunum af því maður er bara að leika sér og af því að maður fær stöðuga endurgjöf og skilning á því hvað er betra, sterkara, snarpara og hvað er sannarlega slökun – þá fer manni svo hratt fram.“ Vita oft ekki af því „Aðalvandamálið byrjar yfir- leitt við barneignir og getur bæði skánað en líka ýkst eftir það og svo versnað með aldrinum. Oft vita konur ekki að þetta ferli sé hafið og þaðan af síður hvað eigi að gera í því. Þá er svo gott að geta prófað sig áfram með vottað læknistæki og frábærum leiðbeiningum eins og eru í appinu,“ segir Svanlaug og bætir við: „Síðast en ekki síst getur þetta valdið verkjum í kynlífi eða bara áhugaleysi á kynlífi sem getur verið mjög leiðinlegt fyrir innilegt samlíf. Nýir leikir Það hefur ýmislegt breyst hjá framleiðendunum frá því að við byrjuðum fyrst að selja Grindar- botnsþjálfann. Leiðbeiningarnar eru svo miklu skýrari og skemmti- legri þannig að það er eiginlega ekki hægt að gera þetta vitlaust. Það góða við þetta er að bara appið breytist þannig að þó að Grindar- botnsþjálfinn sjálfur sé ekki glæ- nýr þá getur maður alltaf fengið nýjasta appið frítt. Leikirnir eru líka fjölbreyttari þannig að ef að einhver les þessa grein sem keypti sér Grindarbotnsþjálfa en hefur ekki notað hann í nokkurn tíma þá er tíminn núna til að endurræsa appið og prófa.“ Stórt falið vandamál „Ég er búin að lesa mér til um heilsu í um það bil 15 ár og ég skil bara alls ekki að þetta sé það mikið tabú að ég hafði bara alls ekki hugmynd um hversu algengt það er að konur þurfi að fara í aðgerð til þess að hengja upp blöðru og leg. Að geta ekki farið á trampólín með krökk- unum eða sippað í CrossFit vegna möguleika á þvagleka er glatað. Að finna fyrir verkjum í kynlífi er ömurlegt en svo bara hreinlega vissi ég það ekki að konur aðeins eldri en ég eru margar að upplifa legsig eða blöðrusig sem í sinni verstu mynd lýsir sér þannig að líffærin hrein- lega lafa út um leggöngin og það þarf aðgerð til þess að hengja þau upp, sem stundum lagar þvagleka, en stundum alls ekki. Ég er búin að vera að leita að vöru sem gæti hjálpað og verið þýðingarmikil og hélt að ég þyrfti að fara að láta búa hana til sjálf, mér fannst allt eitthvað svo marklaust. Þá loksins fann ég Grindarbotnsþjálfann og hann var fyndinn, skemmtilegur, nákvæmur og ég gat loksins séð nákvæmlega hvað grindarbotninn var að gera. Allt í einu skildi ég allt upp á nýtt! Fékk allt aðra tengingu við grindarbotninn, upplifði í fyrsta skipti að ég væri að gera þær rétt og markvisst,“ segir Svanlaug. Þýðingarmikill árangur „Fyrir mig beindust því æfingarnar sérstaklega að því að þjálfa hægu vöðvaþræðina í grindarbotninum. Ég var ekki búin að taka eftir því að þetta var ekki eins og ég var fyrir barneignir en nú er ég önnur. Mér fannst skemmtilegt hvernig ég fann líka strax mun inni í svefn- herberginu og það sem kom mér kannski mest á óvart var hvernig þetta hafði áhrif á það hvernig ég gekk eða líkamsstöðuna. Það var svo allt í einu Ó! – á að gera þetta svona!“ segir Svanlaug og hlær. n Grindarbotnsþjálfinn er hannaður í París í samstarfi við færustu sjúkraþjálfara sem sérhæfa sig í vandamálum í grindarholinu. Á honum er 30 daga skilafrestur. Grindarbotnsþjálfinn fæst á piku­ sport.is og í Hátúni 12 hjá Osteo­ Strong. Ertu ekkert búin að pissa á þig? Að geta ekki farið á tramp­ ólín með krökkunum eða sippað í CrossFit vegna mögu­ leika á þvagleka er glatað, segir Svanlaug. MYNDIR/AÐSENDAR „Þá loksins fann ég Grindarbotnsþjálfann og hann var fyndinn, skemmti­ legur, nákvæmur og ég gat loksins séð nákvæmlega hvað grindarbotninn var að gera,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir og bendir á nauðsyn þess að þjálfa grindarbotnsvöðva til að losna við þvagleka og önnur vandamál. Grindarbotnsþjálfinn gerir konum kleift að leika sér í tölvuleik á meðan þær horfa á grindarbotninn vinna. Þær finna fljótlega hversu gaman þetta er. Er Grindarbotnsþjálfinn fyrir mig? Ef eitt eða fleiri af þessum atriðum eiga við þig, þá er Grindarbotnsþjálfinn frábær kostur. n Ég vil geta hlegið, hlaupið, hóstað og hoppað án þess að hafa áhyggjur af þvag­ leka. n Ég er með komin með blöðru/leg/endaþarms­sig og læknir telur að grindar­ botnsæfingar hjálpi. n Ég vil upplifa betri nánd og sterkari fullnægingar. n Ég er að ná mér eftir barns­ burð (6 vikur frá barnsburði eða meira). n Ég vil vera hraust og fyrir­ byggja vandamál grindar­ botnsvöðva. kynningarblað 17FIMMTUDAGUR 30. desember 2021 HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.