Fréttablaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 8
FJÁRFESTING Í SJÓÐUM ER GÓÐUR VALKOSTUR TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL SKEMMRI OG LENGRI TÍMA Kynntu þér árangur og úrval ÍV sjóða á WWW.IV.IS Meðlimir Öfga komu af stað umræðu um kynferðisbrot, feðraveldið og nauðsyn þess að veita þolendum rödd með nafn- vernd. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Daddi Disco þeytti skífum undir bólusetn- ingu í Laugar- dalshölinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Frá mótmælum Öfga til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ fyrir leik Íslands og Rúmeníu í undankeppni HM karla í knattspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nemendur MR mættu í hraðpróf í Íþöku í október til að komast öruggir á fyrsta ballið í nær tvö ár. Það kvöld héldu fjölmargir framhaldsskólar langþráð böll. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Faraldurinn hélt áfram að setja allt á hliðina annað árið í röð. Í hvert sinn sem allt virtist á leiðinni í eðlilegt horf dúkkaði upp nýtt af brigði af veirunni og Íslendingar þurftu enn og aftur að sæta hertum takmörkunum. „Árangur okkar hingað til hefur verið vegna ein- stakrar samstöðu landsmanna. Við treystum á það að við höldum þetta út,“ sagði forsætisráðherra í eftir- minnilegri ræðu í mars. Samkomutakmarkanir sveif luðust fram og aftur í samræmi við smittölur. Íslendingar upplifðu hörðustu reglur í mars þegar tíu manna samkomubann tók gildi og þremur mánuðum síðar, eftir risavaxið bólusetning- arátak, voru allar takmarkanir felldar úr gildi. Veirunornin heldur áfram að leggja á okkur bölvun og nú erum við stödd á toppi nýrrar Omíkron-bylgju. Sóttvarnalæknir telur þó ástæðu til að vera bjartsýnn. „Við getum horft fram á að við séum að byggja hér upp gott ónæmi gegn Covid-19 sem hugsanlega getur komið okkur út úr þessari bylgju og hugsanlega faraldrinum,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í gær. n „Við erum stödd í merkilegu sögulegu uppgjöri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar umræðu um kynbundið ofbeldi bar hæst á árinu. #MeToo-bylgja gekk hér yfir í annað sinn: þolendur rufu þögnina í kjölfar umræðu um gerendameðvirkni og hávær krafa var uppi um ábyrgð gerenda og þátttöku karla í umræðunni um kynferðisofbeldi. Þjóðþekktir einstaklingar voru sakaður um ýmist kynferðislega áreitni eða nauðgun og heilu knatt- spyrnufélögin voru sökuð um að þagga niður ofbeldis- brot leikmanna. Spurningar vöknuðu um skrímslavæðingu og hvort og hvenær gerendur eiga afturkvæmt í samfélagið. „Við trúum á betrun í samfélaginu. En til þess að það geti gerst þá þarf gerandi að iðrast og játa brot sín,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir, meðlimur í aðgerða- hópnum Öfgum. Svo virðist sem spiladósin sé biluð því þótt umræðan hafi opnast verulega upp á síðkastið hjökkum við enn og aftur í sama fari og þolendur kynferðisofbeldis reyna enn að ná fram einhvers konar réttlæti. n Réttlætið sem aldrei kemur Faraldurinn sem (aldrei) fer 11 reglugerðir um sam- komutakmarkanir gefnar út 10% kynferðisbrota hér á landi eru tilkynnt til lögreglu 49% af þeim málum fara áfram til saksóknara 83% nauðgunarmála eru felld niður 26.000 manns, og rúmlega það, hafa fengið Covid-19 á Íslandi 830.000 sýni tekin Ríkisstjórnin boðaði til upplýsingafundar í mars og tilkynnti þar um 10 manna samkomubann. Þremur mánuðum síðar voru allar takmarkanir felldar úr gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ANNÁLL INNLENDUR FRÉTTABLAÐIÐ 30. desember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.