Fréttablaðið - 30.12.2021, Page 8

Fréttablaðið - 30.12.2021, Page 8
FJÁRFESTING Í SJÓÐUM ER GÓÐUR VALKOSTUR TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL SKEMMRI OG LENGRI TÍMA Kynntu þér árangur og úrval ÍV sjóða á WWW.IV.IS Meðlimir Öfga komu af stað umræðu um kynferðisbrot, feðraveldið og nauðsyn þess að veita þolendum rödd með nafn- vernd. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Daddi Disco þeytti skífum undir bólusetn- ingu í Laugar- dalshölinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Frá mótmælum Öfga til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ fyrir leik Íslands og Rúmeníu í undankeppni HM karla í knattspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nemendur MR mættu í hraðpróf í Íþöku í október til að komast öruggir á fyrsta ballið í nær tvö ár. Það kvöld héldu fjölmargir framhaldsskólar langþráð böll. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Faraldurinn hélt áfram að setja allt á hliðina annað árið í röð. Í hvert sinn sem allt virtist á leiðinni í eðlilegt horf dúkkaði upp nýtt af brigði af veirunni og Íslendingar þurftu enn og aftur að sæta hertum takmörkunum. „Árangur okkar hingað til hefur verið vegna ein- stakrar samstöðu landsmanna. Við treystum á það að við höldum þetta út,“ sagði forsætisráðherra í eftir- minnilegri ræðu í mars. Samkomutakmarkanir sveif luðust fram og aftur í samræmi við smittölur. Íslendingar upplifðu hörðustu reglur í mars þegar tíu manna samkomubann tók gildi og þremur mánuðum síðar, eftir risavaxið bólusetning- arátak, voru allar takmarkanir felldar úr gildi. Veirunornin heldur áfram að leggja á okkur bölvun og nú erum við stödd á toppi nýrrar Omíkron-bylgju. Sóttvarnalæknir telur þó ástæðu til að vera bjartsýnn. „Við getum horft fram á að við séum að byggja hér upp gott ónæmi gegn Covid-19 sem hugsanlega getur komið okkur út úr þessari bylgju og hugsanlega faraldrinum,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í gær. n „Við erum stödd í merkilegu sögulegu uppgjöri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar umræðu um kynbundið ofbeldi bar hæst á árinu. #MeToo-bylgja gekk hér yfir í annað sinn: þolendur rufu þögnina í kjölfar umræðu um gerendameðvirkni og hávær krafa var uppi um ábyrgð gerenda og þátttöku karla í umræðunni um kynferðisofbeldi. Þjóðþekktir einstaklingar voru sakaður um ýmist kynferðislega áreitni eða nauðgun og heilu knatt- spyrnufélögin voru sökuð um að þagga niður ofbeldis- brot leikmanna. Spurningar vöknuðu um skrímslavæðingu og hvort og hvenær gerendur eiga afturkvæmt í samfélagið. „Við trúum á betrun í samfélaginu. En til þess að það geti gerst þá þarf gerandi að iðrast og játa brot sín,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir, meðlimur í aðgerða- hópnum Öfgum. Svo virðist sem spiladósin sé biluð því þótt umræðan hafi opnast verulega upp á síðkastið hjökkum við enn og aftur í sama fari og þolendur kynferðisofbeldis reyna enn að ná fram einhvers konar réttlæti. n Réttlætið sem aldrei kemur Faraldurinn sem (aldrei) fer 11 reglugerðir um sam- komutakmarkanir gefnar út 10% kynferðisbrota hér á landi eru tilkynnt til lögreglu 49% af þeim málum fara áfram til saksóknara 83% nauðgunarmála eru felld niður 26.000 manns, og rúmlega það, hafa fengið Covid-19 á Íslandi 830.000 sýni tekin Ríkisstjórnin boðaði til upplýsingafundar í mars og tilkynnti þar um 10 manna samkomubann. Þremur mánuðum síðar voru allar takmarkanir felldar úr gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ANNÁLL INNLENDUR FRÉTTABLAÐIÐ 30. desember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.