Fréttablaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 45
Ég veit og hef lesið um hversu jákvæð áhrif rauð ljós og inn- rauð sána geta haft á líkamann, bæði til skemmri og lengri tíma. Eftir að Guðfinna Halldórs- dóttir fór að mæta í með- ferðir hjá Even Labs í Faxa- feni fann hún fljótt að þær gerðu henni gott. Svefninn varð miklu betri og Guð- finna fann mikinn mun á heilsu sinni. Guðfinna segist hafa lesið mikið af greinum um tæknina sem Even Labs býður upp á og þær með- ferðir sem eru í boði. „Ég var mjög spennt að prófa þetta allt saman,“ segir hún. „Ég byrjaði í Sweat og Joovv (rauðljósameðferð) og hef verið mest í þeirri áskrift, en hef prófað allar meðferðirnar hjá Even Labs. Ég veit og hef lesið um hversu jákvæð áhrif rauð ljós og innrauð sána geta haft á líkamann, bæði til skemmri og lengri tíma. Mig langaði til að finna á eigin skinni hvort ég myndi finna þennan mun í raun. Ég byrjaði að stunda þessar meðferðir fyrir tveimur árum og hef mætt reglulega með smá hléum síðan,“ segir Guðfinna, sem segist finna mikinn muna á sér. Losar um bólgur „Eftir rauðu ljósin finn ég helst mun á svefninum, orkunni, auk áhrifa sem meðferðin hefur á bólgur í líkamanum. Ef ég finn að ég er með bólgur einhvers staðar í líkamanum eða verki dríf ég mig í ljósin og verð fljótt miklu betri,“ segir hún. „Í sweat-inu finn ég mikinn mun á svefngæðum mínum með Oura hringnum til hins betra. Ég finn einnig mun á aumum vöðvum og líður betur eftir æfingar þegar ég fer í sweat, svipað og í Normatech þrýstinuddinu. Það að svitna vel er líka frábær leið til að losa út óæskileg efni úr líkamanum, eins og myglu, en hún hefur meðal ann- ars stuðlað að mörgum umhverfis- veikindum hjá mér. Hljóðbylgju- nuddið er síðan mjög góð slökun en ég hef því miður ekki nógu oft tíma í þá meðferð,“ segir Guðfinna, sem heyrði fyrst af Even Labs frá einum stofnanda fyrirtækisins þegar verið var að opna fyrirtækið. Streitu- og kvíðalosandi „Þegar ég mætti fyrst var það ekki vegna veikinda á þeim tímapunkti. Miklu frekar var það markmið hjá mér að viðhalda góðri heilsu og hámarka hana eftir bestu getu. Eftir að hafa jafnað mig á slæmum umhverfisveikindum fyrir um það bil sjö árum er mér mjög annt um að viðhalda góðri heilsu og að mæta í Even Labs er hluti þess. Svona meðferðir eru líka mjög góð streitulosun,“ segir Guðfinna, sem var búin að prófa alls kyns með- ferðir áður en hún kynntist Even Labs. „Ég prófaði alls kyns meðferðir meðan á veikindum mínum stóð til að bæta heilsuna. Ég hef oft prófað sánaböð og innrautt sána, en kýs núna frekar að hoppa í sweat-poka og hlusta á gott hlaðvarp á meðan eða horfa á góðan þátt. Mér finnst það meira afslappað umhverfi en að vera í sánaklefa fullum af sveittu fólki. Verðlaunin eru síðan betri svefn og meiri gæðaheilsa. Ég get því hiklaust mælt með að fólki prófi sweat,“ segir hún. Bættur svefn og meiri lífsgæði Guðfinna hefur farið í alls kyns meðferðir hjá Even Labs en hún hefur heillast af Sweat og Joovv sem er rauðljósa- meðferð. Hún er viðkvæm fyrir umhverfismengun og losar líkamann við eiturefni í Sweat. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það er auð- velt að slaka algjörlega á í Sweat um leið og líkaminn svitnar. Rannsóknir hafa verið gerðar á notkun rauðra og innrauðra ljósa og hafa þær sýnt fram á jákvæð áhrif á fjölmörgum sviðum fyrir líkamann. Even Labs býður upp á frábæra valkosti fyrir þá sem vilja taka heilsu og vel- líðan í eigin hendur. Aðstaðan er góð og allir geta fundið frið og ró. Kuldameðferð – x°Cryo er fundin upp á Finnlandi og er eingöngu fyrir andlit. Góður árangur Í Sweat-meðferðinni liggur fólk í góðu yfirlæti á bekk með kodda, vafið í plast og innrautt teppi sem lítur út eins og svefnpoki. Meðferð- in tekur 55 mínútur. Fólk svitnar mikið í þessari meðferð, sem hefur góð áhrif á líkamann. Even Labs býður bæði upp á cryo-kuldameðferð og sweat-með- ferð, sem losar um bjúg, hreinsar líkamann og eykur brennslu. Einn- ig er í boði þrýstinuddmeðferð, hljóðbylgjunudd og rauðljósa- meðferðir. Hægt er að kaupa staka tíma eða hentugar og hagstæðar áskriftarleiðir, fyrir þá sem vilja mæta reglulega. Even Labs er fyrir alla sem vilja hugsa vel um bæði líkamlega og andlega heilsu. Boðið er upp á 5 mismunandi meðferðir, sem allar stuðla að bættri líðan – draga úr verkjum, bólgum og bjúg- myndun og hjálpa gegn streitu og kvíða með aukinni slökun. Mjög persónubundið er hvað hentar hverjum og einum. Vinsælustu meðferðirnar eru rauðljósameð- ferðin, þrýstinuddið og sweat-ið. Starfsfólkið fær að heyra um frábæran árangur meðferðar á hverjum degi, sem er ákaflega ánægjulegt. Even Labs er vellíðunarsetur, sem opnað var í nóvember 2019. Fyrirtækið leggur áherslu á and- lega og líkamlega vellíðan og sér- hæfir sig í meðferðum sem hlúa að líkama og sál. Even Labs er staðsett að Faxa- feni 14. Opnunartími er frá 9-18 alla virka daga (með möguleika á að bóka lengur tvo daga í viku) og laugardaga frá 11- 14. Það er einstaklega einfalt að bóka tíma á heimasíðunni evenlabs.is eða í síma 419-7770. n kynningarblað 23FIMMTUDAGUR 30. desember 2021 HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.